Sigurður Gunnarsson (Hólmi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Sigurður Gunnarsson


Sigurður Gunnarsson.

Sigurður Gunnarsson frá Hólmi í Landeyjum fæddist 18. september 1883. Til Vestmannaeyja fluttist hann árið 1908. Fyrstu árin vann hann við málarastörf því hann var málari að iðn. Árið 1915 lét Sigurður smíða 5 tonna bát sem Huginn VE-192 hét og átti hann að vera dráttarbátur inn og út höfnina, því bæði millilandaskip og strandferðaskip lögðust þá á ytrihöfn. Sigurður var einnig tré- og járnsmiður.

Sigurður byggði hús við Miðstræti 19 og nefndi það Hólm eftir æskuheimili sínu í Landeyjum.

Sigurður drukknaði í Vestmannaeyjahöfn 16. janúar 1917.

Myndir


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari umfjöllun

Sigurður Gunnarsson frá Hólmum í A-Landeyjum, skipstjóri, málari, smiður, útvegsbóndi á Hólmi fæddist 18. september 1883 á Háfshóli í Djúpárhreppi, Rang. og drukknaði í Höfninni 16. janúar 1917.
Foreldrar hans voru Gunnar Andrésson bóndi, síðar á Hólmum, f. 31. desember 1853 á Hemlu í V-Landeyjum, d. 31. júlí 1921 á Hólmum, og kona hans Katrín Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. mars 1857 á Borgareyrum u. V-Eyjafjöllum, d. 24. desember 1951.

Börn Gunnars og Katrínar í Eyjum:
1. Sigurður Gunnarsson útgerðarmaður á Hólmi, f. 18. september 1883, d. 16. janúar 1917.
2. Dýrfinna Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 3. júlí 1889, d. 29. maí 1979.
3. Magnús Gunnarsson bóndi í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 13. júlí 1896, d. 30. apríl 1973.
4. Katrín Gunnarsdóttir kennari, húsfreyja, f. 15. desember 1901, d. 13. febrúar 1996.

Sigurður ólst upp hjá foreldrum sínum, var með þeim á Kúfhóli 1890, Hólmum 1901.
Hann fluttist til Eyja frá Hólmum 1909 og Guðbjörg frá Reykjavík sama ár, bjuggu í Skuld og eignuðust Ólaf á árinu. Þau voru í Skuld 1910 með Ólaf. Sigurður var þar málari, en fékkst einnig við smíðar af ýmsu tagi. Þau byggðu Hólm 1911, bjuggu þar 1912 og síðan meðan bæði lifðu. Þau eignuðust Sigurð þar 1914.
Sigurður eignaðist Eggert Ólafsson með Arndísi Jónsdóttur lausakonu á Hólmi 1916.
Hann drukknaði í Höfninni 1916.

I. Sambýliskona Sigurðar var Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1879 í Reynivallasókn í Kjós, d. 2. júlí 1944.
Börn þeirra voru:
1. Ólafur Sigurðsson sjómaður, verkamaður, f. 17. nóvember 1909, d. 19. mars 2002.
2. Sigurður Sigurðsson málarameistari, kaupmaður, afreksmaður í frjálsum íþróttum, f. 22. apríl 1914, d. 12. apríl 1982.

II. Barnsmóðir Sigurðar var Arndís Jónsdóttir vinnukona, saumakona, f. 15. apríl 1882 í Tungu í Fljótshlíð, d. 3. ágúst 1978.
Barn þeirra var
1. Eggert Ólafsson Sigurðsson vinnumaður í Múlakoti, bóndi í Smáratúni í Fljótshlíð, f. 4. ágúst 1916 í Reykjavík, d. 31. maí 1987.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.