Sigurður Guðmundsson (Háeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Guðmundsson, („Siggi á Háeyri“), húsasmíðameistari og tónlistarmaður frá Háeyri, fæddist 17. maí 1931.
Foreldrar hans voru Jónína Steinunn Sigurðardóttir frá Nýborg, húsfreyja, f. 15. nóvember 1890, d. 31. mars 1970, og maður hennar Guðmundur Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, formaður og skipasmiður, f. 14. október 1888 á Framnesi í Hraunshverfi á Eyrarbakka, d. 27. nóvember 1976.

Börn Jónínu og Guðmundar voru:
1. Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson verkamaður, f. 4. júlí 1910, d. 8. nóvember 1970.
2. Árni Guðmundur Guðmundsson, („Árni úr Eyjum“) kennari og ljóðskáld, forseti bæjarstjórnar, f. 6. mars 1913, (7. mars í pr.þj.bók), d. 11. mars 1961.
3. Sigurást Þóranna Guðmundsdóttir, („Ásta Tegeder“) húsfreyja, f. 15. nóvember 1915, d. 18. maí 1991.
4. Hermann Óskar Guðmundsson námsmaður, sjómaður, f. 11. júní 1921, drukknaði af Sísí VE-265 17. júlí 1941.
5. Ágúst Ingi Guðmundsson, („Ingi á Háeyri“) verkamaður, sjómaður, f. 20. okt. 1922, d. 2. okt. 1976.
6. Sigurður Guðmundsson, f. 17. maí 1931.

Móðursystkini Sigurðar í Eyjum voru:
Alsystkini:
1. Þóranna Anna Jóhanna Sigurðardóttir, f. 4. júní 1884, drukknaði af skipinu Björgólfi við Klettsnef 16. maí 1901.
2. Sigmundur Sigurðsson, f. 13. september 1895, d. 28. ágúst 1896.
Hálfsystkini móður Sigurðar:
3. Árni Sigurður Gísli Sigurðsson námsmaður, f. 21. apríl 1875, lést nær þrítugu við nám í Kaupmannahöfn. Hann var sonur Guðrúnar Árnadóttur sambýliskonu Sigurðar í Nýborg. Hún var síðar húsfreyja í Götu, kona Eggerts Guðmundar Ólafssonar.
4. Júlíana Guðríður Ingveldur Sigurðardóttir, (Júlla á Búastöðum) húsfreyja á Búastöðum, f. 19. júlí 1886, d. 29. október 1976. Móðir hennar var Sigríður Sighvatsdóttir frá Vilborgarstöðum bústýra Sigurðar í Nýborg. Sigríður giftist síðar Jóni Eyjólfssyni bónda og sjómanni á Kirkjubæ, en þau voru m.a. foreldrar Lofts Jónssonar á Vilborgarstöðum. Maður Júlíönu var Pétur Lárusson.

Föðursystkini Sigurðar í Eyjum voru:
1. Þórður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
2. Gunnar Marel Jónsson formaður og skipasmiður, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979.
3. Magnús Valdimar Jónsson skipasmiður á Bergi, f. 27. október 1892, d. 13. október 1921.
4. Guðni Jónsson prófessor, f. 22. júlí 1901, d. 4. mars 1974. Hann var kennari við unglingaskóla í Eyjum 1926-1927.
5. Lúðvík Jónsson bakarameistari, síðar á Selfossi, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983. Hann ólst upp hjá Árna Filippussyni og Gíslínu Jónsdóttur í Ásgarði, en Gíslína var móðursystir hans.
systkina.
6. Ágústína Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. mars 1906, d. 1. nóvember 1989. Hún ólst einnig upp í Ásgarði hjá Gíslínu frænku sinni og Árna.
7. Guðmundur Júníus Jónsson sjómaður í Eyjum, síðar skipstjóri á Akranesi, f. 29. júní 1908, d. 22. ágúst 1972.

Sigurður lauk gagnfræðaprófi 1948, lærði húsasmíði hjá Guðmundi Böðvarssyni og varð meistari í greininni.
Á æskuárum var Sigurður í sveit í Hólakoti í Eyjafjallasveit, vann síðan verkamannavinnu á sumrum, var 3 sumur á síld fyrir Norðurlandi á Helga VE-333.
Kunnastur er hann frá fyrri tíð fyrir tónlistarstörf sín. Hann var trommuleikari í danshljómsveitum í Eyjum, t.d. í HG-sextettinum og hljómsveit Guðjóns Pálssonar svo og í Lúðrasveitinni.
Þau Elsa byrjuðu búskap á Vesturvegi 32. Þau byggðu húsið að Austurhlíð 5, en það fór undir hraun, en eftir gos byggðu þau húsið að Bröttugötu 35. Garður þeirra við húsið hlaut skrúðgarðaverðlaun.
Þau fluttust í Kópavog 1999 og bjuggu þar síðan. Sigurður missti Elsu 2009.

Rit - og útgáfustörf.
1. Á gagnfræðaskólaárunum gaf Sigurður út fjölritað blað ásamt Einari Val Bjarnasyni og Emil Arasyni. Það nefndist
GADDAVÍR. G.í.V. 1947.
Útg.: Félag hugsjónamanna í 3. bekk.
Ritstjóri: Einar V. Bjarnason.
Ábyrgðarm.: Sig. Guðmundsson.
Teiknari: Emil K. Arason.
Fírtommuprent h.f.

2. Árið 2013 kom út bók hans „Undir hraun – Gosið í Heimaey 1973 í máli og myndum“. Útgefandi var Bókaútgáfan Hólar.

3. Fjölmargar greinar í blöð og tímarit.

Fjölskylda og afkomendur:
I. Barn með Lilju G. Oddgeirsdóttur Hjartarsonar og Ástu Ólafsdóttur, f. 3. júní 1931, d. 25. október 1997.
Barn þeirra:
1. Ásta Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. maí 1950.

II. Barn með Eygló Guðfinnu Gísladóttur Finnssonar og Evu Andersen, f. 26. október 1933, d. 13. mars 2011.
Barn þeirra:
2. Heimir Sigurðsson starfsmaður Samskipa, f. 28. ágúst 1951. Barnsmóðir hans Ellen Aðalbjarnardóttir. Kona Heimis Gróa Þóra Pétursdóttir.

III. Kona Sigurðar, (25. desember 1957), var Elsa Guðjóna Einarsdóttir húsfreyja og verkakona, f. 30. janúar 1936 á Fáskrúðsfirði, d. 26. febrúar 2009 í Kópavogi.
Börn þeirra:
3. Elísabet Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og húsfreyja, f. 26. október 1953. Maður hennar Jón Ólafur Karlsson.
4. Einar Hermann Sigurðsson veitingamaður í Bandaríkjunum, f. 3. júní 1959. Kona hans Ursula Sigurðsson.
5. Árni Sigurðsson tölvufræðingur í Bandaríkjunum, f. 22. maí 1965. Kona hans Andrea Sigurðsson.
6. Jónína Sigurðardóttir iðjuþjálfi og húsfreyja, f. 27. október 1975. Maður hennar Guðmundur T. Axelsson.


ctr


Fjölskyldan á Háeyri.


ctr


Austurhlíð 5. Sigurður Gísli VE-127 á siglingu.


ctr


Brattagata 35.

Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1958
  • Heima er bezt. – Þjóðlegt og fróðlegt. 11. tbl. 61 árg. Umgerð ehf. Reykjavík 2011.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigurður Guðmundsson frá Háeyri.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.