Sigtryggur H. Þrastarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigtryggur Hjalti Þrastarson sjómaður, stýrimaður fæddist 7. febrúar 1957 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Þröstur Sigtryggsson frá Núpi, skipherra, f. 7. júlí 1929, d. 9. desember 2017, og kona hans Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 23. september 1933 á Brekku, d. 25. ágúst 2013.

Börn Guðrúnar og Þrastar:
1. Margrét Hrönn Þrastardóttir stöðvarstjóri, f. 18. júlí 1953. Maður hennar Sigurður Hauksson.
2. Bjarnheiður Dröfn Þrastardóttir skrifstofumaður, f. 20. júní 1955. Maður hennar Sigurjón Árnason.
3. Sigtryggur Hjalti Þrastarson sjómaður, stýrimaður, f. 7. febrúar 1957. Barnsmóðir hans Edda Þorleifsdóttir. Kona hans Guðríður Hallbjörg Guðjónsdóttir Björnssonar.

Sigtryggur var með foreldrum sínum.
Hann lauk Stýrimannaskólanum 1979, var sjómaður, stýrimaður, m.a. á Bylgju VE og Kristbjörgu VE.
Sigtryggur eignaðist barn með Eddu 1983.
Þau Guðríður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast í Sigtúni við Miðstræti 28.
Guðríður lést 1995.
Þau Sigríður voru í sambúð skamma stund. Þau bjuggu við Áshamar og Bröttugötu.
Sigtryggur býr nú við Kirkjuveg 15.

I. Barnsmóðir Sigtryggs er Edda Þorleifsdóttir starfsmaður á Hrafnistu, f. 30. september 1960 á Hofsósi. Foreldrar hennar Þorleifur Jónsson bóndi í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 4. febrúar 1935 á Bjarnastöðum í Unadal, Skagaf., d. 2. mars 1993, og kona hans Birna Dýrfjörð húsfreyja, f. 26. október 1935 á Hofsósi.
Barn þeirra:
1. Þröstur Sigtryggsson starfsmaður Hafnarfjarðarbæjar, f. 23. ágúst 1983. Fyrrum kona hans Andrea Jensdóttir.

II. Kona Sigtryggs, (6. febrúar 1993), var Guðríður Hallbjörg Guðjónsdóttir Björnssonar húsfreyja, f. 6. júlí 1953 á Fáskrúðsfirði, d. d. 16. júní 1995.
Börn þeirra:
2. Guðjón Örn Sigtryggsson iðnaðarmaður í Hafnarfirði, f. 6. febrúar 1989. Sambúðarkona hans Mary Sicat, ættuð frá Filippseyjum.
3. Hlynur Sigtryggsson sjómaður, stýrimaður, f. 28. ágúst 1993. Kona hans Fanndís Ómarsdóttir.

III. Fyrrum sambúðarkona Sigtryggs er Sigríður Einarsdóttir Erlendssonar, f. 29. desember 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.