Sigríður Valgeirsdóttir (Draumbæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Valgeirsdóttir, Draumbæ.

Sigríður Þorbjörg Valgeirsdóttir húsfreyja í Draumbæ fæddist 21. febrúar 1932 og lést 16. október 1994.
Faðir hennar var Valgeir Kristján bifreiðastjóri, síðast í Gerðahreppi, Gull., f. 29. september 1906, d. 26. ágúst 1976, Sveinbjörnsson bónda á Hámundarstöðum í Vopnafirði, f. 29. apríl 1875, d. 25. ágúst 1945, Sveinssonar bónda á Lækjamóti í Víðidal, V-Hún. 1870, f. 1837, Stefánssonar, og barnsmóður Sveins á Lækjamóti, Maríu gift Jónasi bónda á Selási í Víðidal 1870, f. 1. maí 1838, d. 3. júlí 1891, Guðmundsdóttur bónda á Þverá í Vesturhópi, Skúlasonar.
Móðir Valgeirs Kristjáns og barnsmóðir Sveinbjörns á Hámundarstöðum var Guðríður ráðskona á Bæjarstæði í Seyðisfirði 1930, f. 10. júlí 1884, d. 15. maí 1958, Sigurjónsdóttir bónda í Nýjabæ (Jónsstöðum) í Skeggjastaðahreppi í Bakkafirði 1890, f. 1850, Sigurðssonar, og konu Sigurjóns, Solveigar húsfreyju í Nýjabæ 1890, fluttist til Færeyja 1908, f. 1842, d. 20. febrúar 1929, Gottskálksdóttur.

Móðir Sigríðar í Draumbæ var Halldóra Pálína húsfreyja á Bakka 1910, í Reykjavík 1945, síðast í Keflavík, f. 28. september 1913, d. 16. janúar 1989, Þorláksdóttir bónda á Bakka á Mýrum í A-Skaft 1910, f. 11. nóvember 1860, d. 7. júlí 1921, Þorlákssonar bónda á Hofi í Öræfum 1870, f. 1. janúar 1832 í Engigarði í Mýrdal, d. 17. nóvember 1895, Jónssonar, og konu Þorláks Jónssonar, Þorgerðar húsfreyju, f. 1824 í Einholtssókn á Mýrum, A-Skaft., Sigurðardóttur.
Móðir Halldóru Pálínu og síðari kona Þorláks Þorlákssonar á Bakka var Sigurlína Ragnhildur húsfreyja á Bakka á Mýrum í A-Skaft. 1910, ekkja í Reykjavík 1945, f. 10. júlí 1882, d. 10. september 1970, Bjarnadóttir á Efri-Steinsmýri í Meðallandi, f. 1858, d. 29. maí 1884, Hjörleifssonar, og konu Bjarna, Rannveigar bústýru á Viðborði á Mýrum í A-Skaft. 1880, f. 9. október 1847, Jónsdóttur í Hraunkoti í Lóni, Jónssonar.<br

I. Barn með Axel Magnússyni, f. 2. maí 1929, d. 2. mars 1991:
1. Sigurður Axel Axelsson, f. 23. maí 1948.

II. Barn með Jóni Magnússyni verkamanni í Stykkishólmi, f. þar 5. september 1906, d. þar 5. janúar 1987.
2. Friðrik Magnús Jónsson skipasmiður í Stykkishólmi, f. 7. nóvember 1949 í Reykjavík, d. 9. nóvember 2019. Sambúðarkona hans Sigríður Gísladóttir.

III. Barn með Einari Grétari Þorsteinssyni, f. 8. september 1932, d. 18. nóvember 2008:
3. Valgeir Kristján Einarsson, f. 13. mars 1952.

IV. Maður Sigríðar Valgeirsdóttur í Draumbæ var Kristmundur Sæmundsson bóndi og bifreiðastjóri og vélstjóri í Draumbæ, f. 1. nóvember 1903, d. 21. ágúst 1981.
Börn Sigríðar og Kristmundar:
4. Kristbjörg Kristmundsdóttir, f. 7. mars 1954.
5. Ólafur Sæmundur Kristmundsson, f. 9. maí 1955.
6. Halldóra Kristmundsdóttir, f. 9. maí 1957.
7. Áshildur Kristmundsdóttir, f. 10. ágúst 1959.
8. Sveinbjörg Kristmundsdóttir, f. 9. júlí 1961.
9. Sigurjón G. Kristmundsson, f. 22. ágúst 1962.
10. Sigurlína Rósa Kristmundsdóttir, f. 14. maí 1964.

IV. Maður Sigríðar var Atli Benediktsson borgarstarfsmaður í Reykjavík, f. 25. júní 1937. Þau fóstruðu
11. Guðrúnu Björk Freysteinsdóttur, f. 2. mars 1980.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Tröllatunguætt. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Líf og saga 1991.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.