Sigríður Stefánsdóttir (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 24. september 1825 og lést 30. maí 1874.
Foreldrar hennar voru Stefán Ólafsson vinnumaður á Vilborgarstöðum, f. 16. maí 1792, d. 3. apríl 1847, og Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1791, d. 10. júní 1848.

Sigríður var 15 ára hjá móður sinni og Árna Jónssyni fósturföður sínum á Vilborgarstöðum 1840, vinnukona í Godthaab 1845.
Hún var gift vinnukona í Dölum hjá Ólafi Jónssyni tengdaföður sínum 1850 og þar var Guðmundur maður hennar vinnumaður.
Sigríður var vinnukona í Dölum, er hún ól drenginn Jóhann 1850, en hann dó úr ginklofa á 10. degi. Hún ól þar einnig stúlkuna Fídes 1852, en hún dó 1853, 30 vikna gömul. Þau eignuðust aðra Fídes í desember 1853 og hún lifði til hás aldurs
Við skráningu 1855 var Sigríður orðin húsfreyja á Vilborgarstöðum og var þar með Guðmund og barnið Fídes síðari tveggja ára og hjá þeim var Helga Þorkelsdóttir hálfsysturdóttir hennar 18 ára fósturbarn.
Við skráningu 1860 voru þau Guðmundur bóndahjón á Vilborgarstöðum með barnið Fídes 7 ára hjá sér.
Guðmundur lést 1866 og 1870 var Sigríður ekkja, húskona hjá Árna Árnasyni og Vigdísi Jónsdóttur á Vilborgarstöðum.
Sigríður lést 1874.

Maður Sigríðar, (19. október 1849), var Guðmundur Ólafsson bóndi, f. 1. janúar 1825, d. 22. maí 1866.
Börn þeirra hér:
1. Jóhann Guðmundsson, f. 6. mars 1850, d. 16. mars 1850 úr „Barnaveiki“.
2. Fídes Guðmundsdóttir, f. 6. október 1852, d. 8. maí 1853, „30 vikna‟.
3. Fídes Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 13. desember 1853, d. 14. janúar 1934.
4. Guðbjörg Guðmundsdóttir, f. 5. október 1862, d. 2. janúar 1863 „af tæringarveikindum“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.