Sigríður Sigurðardóttir yngri (Búlandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sigurðardóttir frá Búlandi, húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík fæddist 8. febrúar 1923 á Búlandi og lést 8. janúar 2009.
Foreldrar hennar vor Sigurður Bjarnason múrari, verkamaður, f. 28. október 1884 í Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., d. 12. apríl 1959, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. september 1891 á Syðstu-Grund u. Eyjafjöllum, d. 22. nóvember 1981.

Móðursystkini Sigríðar í Eyjum:
1. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja á Þinghól, f. 18. júlí 1880, d. 6. janúar 1970.
2. Eyjólfur Sigurðsson skipstjóri, trésmiður í Laugardal, f. 25. febrúar 1885, d. 31. desember 1957.
3. Júlía Sigurðardóttir húsfreyja í Dvergasteini, f. 7. júlí 1886, d. 22. júlí 1979.
4. Sigurbjörn Sigurðsson bóndi á Syðstu-Grund, síðar í Eyjum, f. 15. september 1896, d. 29. mars 1971.

Börn Sigríðar og Sigurðar á Búlandi:
1. Sigurður Sigurðsson vélstjóri, síðast í Reykjavík, f. 23. janúar 1915 á Hnausum, d. 5. mars 1994.
2. Elín Sigurðardóttir húsfreyja, saumakona í Reykjavík, f. 11. mars 1917 á Hnausum, d. 16. janúar 2015.
3. Sigurbjörg Svava Sigurðardóttir, f. 29. maí 1918 á Sæbergi, d. 4. mars 1919 í Vinaminni.
4. Guðmunda Dagmar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 23. desember 1919 í Heklu, d. 1. maí 2010.
5. Óskar Jón Árnason Sigurðsson bifreiðastjóri, verkamaður, síðast í Hafnarfirði, f. 2. febrúar 1921 á Búlandi, d. 19. október 1998.
6. Sigríður Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, verslunarstjóri í Reykjavík, f. 8. febrúar 1923 á Búlandi, d. 8. janúar 2009.
7. Margrét Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. apríl 1924 á Búlandi, d. 31. janúar 2011.
8. Fjóla Sigurðardóttir húsfreyja, verkstjóri, f. 27. júní 1925 á Búlandi, d. 16. ágúst 2017.
9. Emil Sigurðsson bifreiðastjóri, bifvélavirki, f. 3. desember 1927 á Búlandi.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, var enn með þeim 1940. Hún fluttist úr bænum í byrjun fimmta áratugarins, giftist Sigurði 1944 og eignaðist þrjú börn.
Hún var verslunarstjóri hjá Bókaverslun Ísafoldar í Reykjavík.
Sigurður lést 1997 og Sigríður 2009.

I. Maður Sigríðar, (28. apríl 1944), var Sigurður Sigurðsson íþróttafréttamaður, f. 27. janúar 1920 í Hafnarfirði, d. 3. apríl 1997. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Pálsbæ á Seltjarnarnesi, bifreiðastjóri, síðar kaupmaður, f. 17. júní 1891, d. 12. júní 1951 og kona hans, (skildu 1922), Elísabet Böðvarsdóttir frá Drangshlíð u. Eyjafjöllum, kaupmaður, f. 20. apríl 1896, d. 3. mars 1993.
Fósturforeldrar Sigurðar Sigurðssonar voru Þórður Gunnlaugsson kaupmaður í Reykjavík, f. 30. október 1889, d. 21. febrúar 1943, og kona hans Ólafía Ingibjörg Þorláksdóttir húsfreyja, kaupkona, f. 13. desember 1895, d. 18. mars 1975.
Börn Sigríðar og Sigurðar:
1. Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 7. september 1945.
2. Hrafnhildur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júní 1948. Maður hennar er Baldur Már Arngrímsson.
3. Sigurður Örn Sigurðsson, f. 27. september 1957. Kona hans er Linda Metúsalemsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 11. apríl 1997. Minning Sigurðar Sigurðssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.