Sigríður Kristjánsdóttir (Tungu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Kristjánsdóttir frá Tungu í Skutulsfirði, verslunarkona, bústýra fæddist 30. október 1870 og lést 11. apríl 1955.
Foreldrar hennar voru Kristján Magnússon bóndi í Tungu, f. 29. október 1844 í Þórólfstungu í Bolungarvík, d. 15. febrúar 1914 í Eyjum, og kona hans Halldóra Kristín Halldórsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1844 í Gili í Bolungarvík, d. 23. september 1898.

Börn Halldóru og Kristjáns:
1. Sigríður Kristjánsdóttir verslunarkona, bústýra, f. 30. október 1870, d. 11. apríl 1955.
2. Halldór Kristján Kristjánsson, f. 22. mars 1872, d. 10. nóvember 1872.
3. Halldór Kristjánsson, f. 22. mars 1875, d. 7. apríl 1875.
4. Margrét Kristjánsdóttir, f. 1876, d. 4. júní 1878.
5. Kristjana Kristjánsdóttir, f. 10. september 1879, d. 15. nóvember 1879.
6. Margrét Kristjana Kristjánsdóttir, f. 18. apríl 1882, d. 3. ágúst 1882.
7. Halldóra Guðmunda Kristjánsdóttir Reyndal, áður Sörensen, húsfreyja í Tungu, f. 26. ágúst 1877, d. í mars 1922 í Hjörring. Maður hennar Jóhann Pétur Reyndal, áður Sörensen.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, með þeim í Tungu í Skutulsfirði 1880 og 1890, leigjandi á Ísafirði 1901. Hún mun hafa rekið bóksölu, bjó 1910 í húsi í Bolungarvík, sem kennt var við hana og hjá henni bjuggu systir hennar Halldóra Guðmunda Sörensen, síðar Reyndal og Jóhann Pétur Sörensen, síðar Reyndal, ásamt kjördóttur sinni Halldóru V. Sörensen, síðar Reyndal.
Þau fluttu öll til Eyja 1912. Sigríður stóð að byggingu Tungu við Heimagötu 4 með Jóhanni og mun hafa staðið fyrir fjármögnun hennar, og þar rak Jóhann Reyndal bakarí til 1920. Þau fluttu til Danmerkur 1921. Þar lést Halldóra systir Sigríðar og hún tók að sér heimilið. Þau fluttu frá Danmörku til Reykjavíkur 1929 og til Akraness 1932 og þar hélt Sigríður heimili fyrir Jóhann, uns hann kvæntist aftur 1934. Eftir það bjó Sigríður með Emmu og dvaldi síðar hjá henni.
Sigríður giftist ekki. Hún lést 1955.

Fósturbarn Sigríðar var
1. Emma Guðjónsdóttir Reyndal frá Norðurbæ á Kirkjubæ, húsfreyja, f. 25. janúar 1917, d. 15. október 2001 á Akranesi. Maður hennar var Guðni Eyjólfsson, látinn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 23. október 2001. Minning Emmu.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
  • Ættingjar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.