Sigríður Kristín Pálsdóttir (Stakkholti)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sigríður Kristín Pálsdóttir frá Garðsaukahjáleigu í Hvolhreppi, vinnukona, verkakona, saumakona í Stakkholti, fæddist 3. febrúar 1898 og lést 20. mars 1924.
Foreldrar hennar voru Páll Árnason bóndi, f. 11. mars 1854, d. 20. maí 1915, og kona hans Sigrún Sveinsdóttir húsfreyja, f. 16. október 1864, d. 27. október 1931.

Börn Páls og Sigrúnar í Eyjum voru:
1. Gústav Pálsson sjómaður í Breiðholti, f. 3. febrúar 1889, drukknaði af hlöðnum uppskipunarbát á Víkinni 26. janúar 1923.
2. Sveinn Pálsson verkamaður, f. 2. júní 1896, d. 4. ágúst 1956.
3. Sigríður Kristín Pálsdóttir verkakona, saumakona, f. 3. febrúar 1898, d. 20. mars 1924.
4. Guðrún Pálsdóttir húsfreyja í Stakkholti 1930, síðar á Boðaslóð 1, f. 14. júní 1901, d. 13. desember 1964.
5. Árni Pálsson sjómaður, matsveinn á Auðsstöðum, f. 16. apríl 1903, d. 17. mars 1961.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku og fylgdi ekkjunni móður sinni og Sveini bróður sínum til Eyja 1921. Hún var vinnukona og stundaði sauma.
Sigríður veiktist af berklum, dvaldi á Vífilsstöðum og lést þar 1924. Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.