Sigríður Guðmundsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja í Hólshúsi fæddist 3. september 1861 á Reynishólum í Mýrdal og lést 5. júni 1949.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Ólafsson bóndi á Brekkum í Mýrdal, f. 20. maí 1838 í Stóradalssókn u. V-Eyjafjöllum, drukknaði í júní 1886, og kona hans Elín Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. júlí 1833 í Reynisholti í Mýrdal, d. 21. júní 1900.

Bróðir Sigríðar var Helgi Guðmundsson málari í Breiðholti, f. 26. janúar 1877, d. 5. maí 1943.

Sigríður var nýfædd með föður sínum í Görðum í Mýrdal, síðan með foreldrum sínum í Reynishólum þar 1862-1868 og á Brekkum þar 1868-1880, vinnukona í Norðurgarði þar 1880-1886, í Bólstað þar 1886-1887.
Hún ól Guðjónínu í apríl 1887, fluttist með henni og Gunnsteini úr Mýrdal að Hólshúsi á því ári, bústýra Gunnsteins. Með þeimm kom Elín móðir hennar og Helgi bróðir hennar 11 ára.
Þau Gunnsteinn giftu sig 1888 og bjuggu í Hólshúsi meðan honum entist líf, en hann dó 1892. Á því árabili eignuðust þau tvær dætur.
Hún bjó ekkja í Hólshúsi næstu árin með börnin, og Helgi bróðir hennar var hjá henni til 1893, en Elín móðir hennar var í vinnumennsku.
Sigríður var vinnukona hjá Jóhönnu Gunnsteinsdóttur og Jóni í Dölum 1901, hjá Jórunni og Magnúsi á Vesturhúsum 1906 og 1907, hjá Snorra og Ólafíu á Hlíðarenda 1908 og 1909, í Fagradal 1910 og stundaði vinnumennska síðan.
Sigríður lést í Steini 1949.

Maður Sigríðar, (11. nóvember 1888), var Gunnsteinn Jónsson bóndi í Hólshúsi, f. 10. október 1859 í Vesturholtum u. Eyjafjöllum og lést 8. október 1892 í Eyjum.
Börn þeirra hér:
1. Guðjónína Gunnsteinsdóttir, (einnig ritað Guðjónía), ráðskona, f. 12. apríl 1887, d. 14. september 1965.
2. Sígríður Gunnsteinsdóttir vinnukona í Hólshúsi, f. 14. febrúar 1889, d. 25. júní 1909.
3. Guðrún Gunnsteinsdóttir vinnukona á Lundi, síðar húsfreyja á Reynishólum í Mýrdal, f. 19. júlí 1891, d. 8. júní 1975.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.