Sigríður Einarsdóttir (London)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Einarsdóttir í London, húsfreyja fæddist 15. maí 1882 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum og lést 9. desember 1939.
Foreldrar hennar voru Einar Einarsson bóndi í Indriðakoti, f. 1848, d. 1882 ú mislingum, og kona hans, (1878) Þuríður Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir f. 18. apríl 1852, d. 10. október 1942.

Þuríður Jónsdóttir varð síðar, (1888), kona Magnúsar Sigurðssonar í Hvammi u. Eyjafjöllum.
Barn þeirra í Eyjum var
1. Einar Magnússon vélsmíðameistari í Stóra-Hvammi.
Fóstursonur Þuríðar og Magnúsar var
2. Einar Guðjónsson járnsmíðameistari.

Sigríður var með móður sinni og stjúpa í Hvammi 1890 og skráð hjú þar 1901.
Þau Einar giftu sig 1909 og fluttust til Eyja á því ári, hann úr Fljótshlíð, hún undan Eyjafjöllum. Þau bjuggu á Geirlandi 1909-1912. Þar fæddist Þuríður 1910.
Þau voru komin í London í lok árs 1912 og þar fæddist Anna 1913 og Sesselja 1921.
Einar lést 1936 og Sigríður 1939.

I. Maður Sigríðar, (1909), var Einar Símonarson sjómaður, útgerðarmaður, f. 23. október 1874, d. 23. mars 1936.
1. Þuríður Einarsdóttir, f. 31. desember 1910 á Geirlandi, d. 30. janúar 1988. Maður hennar var Guðjón Þorkelsson frá Sandprýði, formaður í London.
2. Anna Einarsdóttir, f. 20. desember 1913 í London. Maður hennar var Kristinn Friðriksson frá Látrum.
3. Sesselja Einarsdóttir, f. 19. febrúar 1921 í London, d. 29. október 2009. Maður hennar var Gunnar Marteinsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyfellskar sagnir. Þórður Tómasson frá Vallnatúni. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Reykjavík 1949.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.