Sigrún Magnúsdóttir (Sjónarhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir frá Sjónarhól fæddist 23. maí 1920 á Ósi á Eyrarbakka og lést 17. apríl 1981.
Foreldrar hennar voru Magnús Jóhannesson bátsformaður, f. 17. mars 1896 í Suður-Vík í Mýrdal, d. 10. júlí 1987, og kona hans Jónína Kristín Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 27. desember 1899, d. 9. júlí 1973.

Börn Magnúsar og Jónínu voru:
1. Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1920 á Eyrarbakka, d. 17. apríl 1981.
2. Adolf Hafsteinn Magnússon stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 22. nóvember 2005.
3. Emil Sigurður Magnússon vélstjóri, verkstjóri, f. 23. september 1923 í París, d. 16. apríl 2008.
4. Kristján Þórarinn Magnússon, f. 25. september 1925 á Lágafelli, d. 23. ágúst 1929.
5. Magnús Magnússon sjómaður, stýrimaður, f. 5. júlí 1927 á Seljalandi, d. 14. september 2002.

Sigrún fluttist með foreldrum sínum til Eyja 1920 og var með þeim á Reynivöllum á því ári.
Hún var með þeim í Nikhól 1922, í París 1923, á Lágafelli 1925, á Seljalandi 1927, í Litla-Hvammi 1930, á Skildingavegi 10 1934.
Þau voru komin á Sjónarhól 1940.
Sigrún og Pétur giftu sig 1941. Þau bjuggu á Brekastíg 15 við fæðingu Bjarkar 1941 og Stefáns 1943, á Fífilgötu 5 við fæðingu Sveins Inga 1945, en voru komin á Strönd við fæðingu Hallgerðar og voru þar enn við fæðingu Helgu Sigurborgar 1951.
Þau fluttu að Vesturvegi 31 og bjuggu þar 1959 og enn við Gos 1973.
Hjónin settust að í Hafnarfirði.
Sigrún lést 1981 og Pétur 1993.

I. Maður Sigrúnar, (31. desember 1941), var Pétur Sigurðsson Stefánsson lögregluþjónn, síðar heilbrigðisfulltrúi, f. 1. maí 1917 á Högnastöðum á Eskifirði, d. 24. nóvember 1993.
Börn þeirra:
1. Björk Guðríður Pétursdóttir, f. 3. september 1941 á Brekastíg 15.
2. Stefán Pétursson, f. 30. september 1943 á Brekastíg 15.
3. Sveinn Ingi Pétursson, f. 29. maí 1945 á Fífilgötu 5.
4. Hallgerður Pétursdóttir, f. 13. janúar 1948 á Strönd, d. 24. september 2022.
5. Helga Sigurborg Pétursdóttir, f. 18. ágúst 1951 á Strönd.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.