Sigríður Sigurðardóttir eldri (Hruna)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Sigurðardóttir í Hruna, húsfreyja fæddist 26. september 1857 í Hvammi í Skaftártungu, V-Skaft. og lést 18. janúar 1942.
Foreldrar hennar voru Sigurður Einarsson vinnumaður í Hvammi og víðar í V-Skaft., f. í mars 1836 í Pétursey í Mýrdal, d. 1857, og barnsmóðir hans Kristín Sigurðardóttir, síðar húsfreyja í Hvammi, f. 26. nóvember 1829 í Ytri-Ásum, d. 14. ágúst 1891 í Hvammi.

Sigríður var með móður sinni í Hvammi og síðan móður sinni og stjúpa þar 1864-1877, húfreyja á Á á Síðu 1877-1893, bjó ekkja þar frá 1887, húskona þar 1893-1895. Hún var vinnukona á Prestbakka þar 1895-1896, á Maríubakka þar 1896-1897, á Geirlandi þar 1897-1898, á Maríubakka 1898-1901, í Skál þar 1901-1902, í Hvammi 1903-1908. Hún var hjá dóttur sinni í Búlandsseli 1909-1919, var á Söndum 1919-1926.
Sigríður fluttist til Eyja 1926 og var þar hjá Sigurði syni sínum í Hruna 1930 og 1940, en fluttist að Hvammi í Skaftártungu og lést þar 1942. I. Maður Sigríðar, (25. maí 1877), var Þorleifur Guðmundsson bóndi á Á á Síðu, f. 25. september 1840 á Á, d. 6. ágúst 1887 á Heiði þar.
Börn þeirra:
1. Margrét Þorleifsdóttir húsfreyja á Söndum í Meðallandi, f. 23. febrúar 1880 á Á á Síðu, d. 30. desember 1923 á Söndum í Meðallandi. Maður hennar var Páll Pálsson.
2. Sigurður Þorleifsson, f. 28. janúar 1881, d. 29. desember 1881.
3. Kristín Þorleifsdóttir, f. 10. júlí 1882, d. 9. ágúst 1882.
4. Drengur, f. 9. júlí 1883, d. 10. júlí 1883.
5. Guðmundur Þorleifsson bóndi á Hjörleifshöfða, síðan verkamaður í Reykjavík, f. 10. júlí 1884 á Á, d. 19. nóvember 1962 í Reykjavík.
6. Sigurður Þorleifsson verkamaður í Hruna, f. 16. ágúst 1886 á Á á Síðu, d. 15. maí 1969.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.