Sigríður Sigurðardóttir (Engey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Hjónin frá Engey, Jón og Sigríður.

Sigríður Sigurðardóttir frá Ysta-Koti í V-Landeyjum, húsfreyja í Engey fæddist 17. júlí 1885 og lést 22. september 1972.
Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson bóndi, f. 4. nóvember 1840, d. 30. desmber 1923, og kona hans Ingveldur Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1841, d. 7. september 1890.

Sigríður var með foreldrum sínum í frumbernsku, en missti móður sína 5 ára gömul. Hún var með föður sínum og systkinum í Ysta-Koti 1890, var hjú á Kanastöðum í Landeyjum 1901, hjú á bænum Selfossi í Flóa 1910.
Þau Jón giftu sig 1917, voru bændur á Sperðli, eignuðust þar 4 börn. Þau fluttust með börn sín til Eyja 1921. Fengu þau inni á Ofanleiti, en sr. Oddgeir hafði flust í Garðhús eftir lát Önnu konu sinnar. Þau Jón bjuggu þar 1921 (skráð þar í lok árs) til 1922, en í Viðey 1923.
Þau byggðu Engey og voru komin þangað 1924. Þar bjuggu þau síðan.
Jón lést 1951 og Sigríður 1972. Nánar: Blik 1971, Hjónin frá Engey, Sigríður og Jón.

Maður Sigríðar, (24. júní 1917), var Jón Jónsson bóndi, smiður, verkamaður í Engey, f. 14. júní 1887 í Króktúni í Hvolhreppi, d. 25. september 1951.
Börn þeirra:
1. Helga Jóna Jónsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 18. september 1917 á Sperðli í Landeyjum, d. 5. mars 1990.
2. Sigurður Jónsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. júlí 1919 á Sperðli í Landeyjum, d. 23. desember 2003.
3. Stefán Jónsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 15. ágúst 1920 á Sperðli í Landeyjum, d. 28. ágúst 1969.
4. Gísli Svavar Jónsson sjómaður, f. 21. september 1922 á Ofanleiti, fórst með v.b. Ófeigi VE-217 1. mars 1942.
5. Sigurjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. október 1923 í Eyjum, d. 8. október 1991.
6. Ingunn Svala Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990.
7. Guðrún Ísleif Jónsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 13. október 1929, d. 1. janúar 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.