Sigríður Jónsdóttir (Gvendarhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Önundarstöðum í A-Landeyjum fæddist 2. júlí 1832 og lést 2. janúar 1912.
Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson bóndi og hreppstjóri í A-Landeyjum, síðast á Önundarstöðum þar, f. 1798 á Kirkjulandi þar, d. 6. október 1861 á Önundarstöðum, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 12. mars 1795 á Efri-Úlfsstöðum í A-Landeyjum, d. 8. júlí 1876 í Rimakoti þar.

Sigríður var fóstruð í Hallgeirsey í A-Landeyjum hjá Sigurði Jónssyni bónda og Kristínu Ólafsdóttur konu hans, en þau voru foreldrar
1. Sesselju Sigurðardóttur húsfreyju og ljósmóður í Stakkagerði og
2. Guðrúnar Sigurðardóttur húsfreyju i Fredensbolig.

Sigríður var móðursystir
1. Guðrúnar Guðmundsdóttur húsfreyju á Kúfhóli, síðan í Landlyst, konu Hróbjarts Guðlaugssonar, f. 16. október 1864, d. 1. mars 1927.
Hún var móðursystir
2. Brynjólfs Jónssonar bónda í Syðri-Vatnahjáleigu, (nú Vatnahjáleiga) í A-Landeyjum, síðar í Árbæ, f. 10. apríl 1957, d. 15. júní 1932.


Sigríður var i Hallgeirsey meðan hjónin bjuggu þar, en þau brugðu búi 1846 og Sigurður fluttist til Sesselju í Stakkagerði.
Sigríður fluttist þá til foreldra sinna á Önundarstöðum, var þar 1850 og 1855.
Hún var komin til Eyja 1859, var vinnukona í Garðinum á því ári, í Ottahúsi 1860-1866, í Sjólyst 1867, á Búastöðum 1868, í Ömpuhjalli 1869-1870.
Sigríður var vinnukona í Ömpuhjalli við giftingu sína 1871.
Þau Bjarni voru tómthúsfólk í Helgahjalli 1871, voru þar 1872 með son sinn Sigurjón á 1. ári, voru komin að Stóra-Gerði 1873, og þar var Sigríður húsfreyja með Bjarna og börnunum Sigurjóni og Jórunni Kristínu 1873-1874.
1875 voru þau komin aftur í Helgahjall með börnin, og Guðný hafði bæst í hópinn, voru enn í Helgahjalli 1876, en misstu Jórunni Kristínu á því ári.
1877-1878 voru þau búandi á Vilborgarstöðum, vinnuhjú þar hjá Árna Einarssyni og Guðfinnu Austmann 1879 án Sigurjóns, en hann var sendur að Eystri Skógum u. Eyjafjöllum 1879, tökubarn.
Þau voru enn vinnuhjú á Vilborgarstöðum 1880, vinnuhjú í Norðurgarði með Guðnýju hjá sér 1881 og 1882, vinnuhjú með Guðnýju í Vanangri 1884, vinnuhjú í Gvendarhúsi 1887-1888, en Guðný dóttir þeirra var „í dvöl“ á Ofanleiti, voru enn vinnuhjú í Gvendarhúsi 1889 og þar var barnið Jónína (skráð Þórunn, en leiðrétt 1891) á fyrsta ári, barn Bjarna og Kristínar Jónsdóttur, sem var þar vinnukona, voru þar 1901 og 1910 og við dauða Sigríðar 1912.

Maður Sigríðar, (14. maí 1871), var Bjarni Þorsteinsson bóndi, vinnumaður, f. 1. nóvember 1841, d. 8. september 1930.
Börn þeirra hér:
1. Sigurjón Bjarnason vinnumaður í Eystri-Skógum, f. 1. febrúar 1872. Hann fór tökubarn að Eystri-Skógum 1879, drukknaði 1901.
2. Jórunn Kristín Bjarnadóttir, f. 5. ágúst 1873, d. 30. mars 1876 úr hálsveiki.
3. Guðný Bjarnadóttir vinnukona, f. 22. ágúst 1875, drukknaði 1901 með Sigurjóni bróður sínum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.