Sigfús Guðlaugsson (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigfús Guðlaugsson skósmiður á Sólheimum fæddist 16. janúar 1878 í Hallgeirsey í A-Landeyjum og lést 9. janúar 1921.
Foreldrar hans voru Guðlaugur Nikulásson bóndi þar, f. 22. júlí 1849, d. 27. desember 1930, og kona hans Margrét Hróbjartsdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1848, d. 6. febrúar 1916.

Alsystkini Sigfúsar í Eyjum voru:
1. Hróbjartur Guðlaugsson í Landlyst bóndi á Kúfhól í A-Landeyjum, síðar verkamaður í Landlyst, f. 28. júlí 1876, d. 9. janúar 1958, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur húsfreyju, f. 16. október 1864, d. 1. mars 1927, en þau voru foreldrar
a) Guðmundar Hróbjartssonar skósmiðs, f. 6. ágúst 1903 d. 20. ágúst 1975, kvæntur Þórhildi Guðnadóttur húsfreyju, f. 16. janúar 1912, d. 20. desember 1993.
b) Margrétar Hróbjartsdóttur húsfreyju í Gvendarhúsi, f. 15. september 1910, d. 30. september 2002, gift Guðjóni Guðlaugssyni bónda og sjómanni, f. 3. september 1901, d. 18. janúar 1958.
2. Vilborg Guðlaugsdóttir húsfreyja á Hæli, f. 29. október 1892, d. 23. október 1932 gift Hannesi Hreinssyni fiskimatsmanni, f. 2. október 1892, d. 28. maí 1983 .
Hálfbróðir þeirra var
3. Jón Guðlaugsson skósmiður í Mjölni, f. 5. maí 1872, d. 6. nóvember 1967.

Sigfús var með fjölskyldu sinni í Hallgeirsey í æsku, var staddur á Vegamótum 1901.
Hann lærði skósmíðar, bjó í Reykjavík 1910, á Sólheimum 1913-dd. 1921.

Kona Sigfúsar, (5. október 1911), var Kristín Kristjánsdóttir húsfreyja, síðar húsfreyja á Helluvaði á Rangárvöllum, f. 30. september 1885, d. 12. mars 1958.
Börn þeirra voru:
1. Aðalbjörg Jakobína Sigfúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 20. júní 1912, d. 8. mars 1960. Maður hennar var Sigurður Sveinbjörnsson verkamaður.
2. Ásta Guðbjörg Sigfúsdóttir, f. 12. júlí 1915, d. 21. mars 1916.
3. Kristín Lóreley Sigfúsdóttir, f. 13. desmber 1917, d. 20. ágúst 1918.
4. Bóel Sylvía Sigfúsdóttir, f. 13. júní 1919, d. 12. ágúst 1998. Sambýlismaður hennar var Sigurður Jóhannsson verkamaður.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.