Sesselja Stefánsdóttir (Höfðabrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sesselja Stefánsdóttir frá Litla-Rimakoti (nú Borg) í Djúpárhreppi, Rang., bústýra fæddist 25. júlí 1895 og lést 25. maí 1971.
Foreldrar hennar voru Stefán Magnússon bóndi, f. 28. ágúst 1861 í Skinnum í Djúpárhreppi, d. 2. september 1920, og kona hans Sesselja Magnúsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 15. nóvember 1863, d. 23. júní 1923.

Sesselja var með foreldrum sínum í Litla-Rimakoti, með þeim 1901, var hjú á Skinnum þar 1910.
Hún flutti til Eyja 1920, var þá vinnukona hjá Guðbjörgu og Þorkeli í Sandprýði, en orðin bústýra hjá Jóni Einarssyni á Höfðabrekku 1925, eignaðist Ásbjörgu með honum 1933 og bjó með honum til dánardægurs 1971.

I. Barnsfaðir Sesselju var Jón Einarsson útgerðarmaður, f. 5. apríl 1885, d. 26. febrúar 1978.
Barn þeirra:
1. Ásbjörg Jónsdóttir, f. 28. mars 1933 á Höfðabrekku, býr á Eyjahrauni 12.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.