Selma Jóhannsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Selma Jóhannsdóttir húsfreyja fæddist 4. október 1942 í Eskihlíð að Skólavegi 36.
Foreldrar hennar voru Eysteinn Jóhann Eysteinsson sjómaður, verkamaður, f. 23. febrúar 1907, d. 21. febrúar 1998, og kona hans Sigríður Júnía Júníusdóttir húsfreyja, f. 28. maí 1907, d. 7. maí 1987.

Börn Sigríðar Júníu og Jóhanns:
1. Selma Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1942 á Skólavegi 36. Maður hennar Gunnar Jónsson.
2. Elín Bjarney Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 19. september 1944 á Skólavegi 36. Maður hennar Svavar Sigmundsson.
Barn Sigríðar Júníu:
3. Sigrún Júnía Einarsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. febrúar 1938. Maður hennar Ástráður Helgfell Magnússon.

Selma var með foreldrum sínum í æsku. Hún varð fjórða bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959.
Hún vann við fiskiðnað og afgreiðslu.
Þau Gunnar giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Boðaslóð 6, síðan á Illugagötu 53.
Gunnar lést 2013.

I. Maður Selmu, (4. október 1962), var Gunnar Jónsson vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður frá Miðey, f. 18. janúar 1940, d. 13. júní 2013.
Börn þeirra:
1. Eysteinn Gunnarsson matreiðslumaður, f. 26. febrúar 1963. Barnsmóðir hans Sigurdís Harpa Arnarsdóttir. Kona hans Íris Róbertsdóttir.
2. Jón Atli Gunnarsson skipstjóri, f. 11. mars 1968. Kona hans Sigurhanna Friðþórsdóttir.
3. Árni Gunnarsson sjómaður, stýrimaður, vélstjóri. Sambúðarkona hans Bryndís Stefánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.