Sævar Sæmundsson (Grænuhlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sævar Sæmundsson.

Lárus Sævar Sæmundsson vélstjóri, rafvirkjameistari í Reykjavík fæddist 17. janúar 1940.
Foreldrar hans voru Sæmundur Guðmundsson verkamaður, f. 5. maí 1914 á Lágafelli í Mosfellssveit, d. 24. febrúar 1985, og Láretta María Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1909 á Hrafnabjörgum í Ögurhreppi í N-Ís., d. 10. janúar 1984.

Sævar fluttist til Eyja 18 ára, stundaði sjómennsku, fékk vélstjóraréttindi um 1959. Hann var vélstjóri á Ísleifi I. og Ísleifi II., Erlingi III. og IV, síðan við Fiskimjölsverksmiðjuna í 10 ár.
Sævar nam rafvirkjun við Iðnskólann og hjá Garðari Sveinssyni, tók sveinspróf 1975, fékk meistararéttindi 1979.
Hann vann við hraunkælinguna í Gosinu 1973.
Þau Sigríður eignuðust Sigrúnu 1960, bjuggu í Sólhlíð 26, keyptu Grænuhlíð 12 tæplega fokhelda 1960, luku byggingunni og fluttu í húsið í nóvember 1963 og giftu sig í sama mánuði.
Þau bjuggu í Eyjum til Goss, en fluttust þá til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan.
Sævar starfaði á rafmagnsverkstæði Landspítalans 1975-1987, var rafmagnseftirlitsmaður hjá Siglingamálastofnun frá 1987 til starfsloka.

I. Kona Sævars, (16. nóvember 1963), er Sigríður Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 24. október 1939.
Barn þeirra:
1. Sigrún Sævarsdóttir kennari, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 9. febrúar 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Sigríður og Sævar.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.