Runólfur Runólfsson (Búðarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Runólfur Runólfsson verkamaður á Búðarfelli fæddist 29. maí 1892 í Hörglandskoti á Síðu og lést 16. janúar 1879.
Foreldrar hans voru Runólfur Sigurðsson bóndi í Hörglandskoti, f. 24. september 1843 í Nýjabæ í Landbroti, d. 30. maí 1906 í Skálmarbæjarhraunum í Álftaveri, og síðari kona hans Guðfinna Björnsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1848 í Rofunum í Meðallandi, d. 11. maí 1935 í Eyjum.

Runólfur var með foreldrum sínum til 1895, með móður sinni í Fagradal í Mýrdal 1895-1896. Hann var tökubarn á Þverá á Síðu 1896-1897, með föður sínum í Hörgsdal 1897-1898, á Prestbakka þar 1898-1899, á Breiðabólsstað þar 1899-1900. Þá var hann í Hraungerði í Álftaveri 1900-1902, á Mýrum þar 1902-1904, með móður sinni á Prestbakka 1904-1905.
Hann var vinnumaður á Kirkjubæjarklaustri 1905-1906, í Múlakoti á Síðu1906-1909, í Norður-Vík í Mýrdal 1909-1910.
Runólfur var tómthúsmaður í Vík 1919-1926, lausamaður þar 1926-1930.
Hann fluttist til Eyja 1930 og bjó þar síðan.

Kona Runólfs, (1930), var Guðný Petra Guðmundsdóttir, þá ekkja eftir Ólaf Einarsson skipstjóra frá Sandprýði, f. 10. janúar 1897, d. 27. janúar 1928.
Börn þeirra:
1. Ólafur Helgi Runólfsson smiður, framkvæmdastjóri, síðar húsvörður, f. 2. janúar 1932, d. 7. desember 2009.
2. Stefán Guðlaugur Runólfsson verkstjóri, f. 10. september 1933.
Barn Petru frá fyrra hjónabandi og stjúpbarn Runólfs:
3. Einar Guðmundur Ólafsson, vélstjóri, síðar húsvörður í Hafnarfirði, f. 13. mars 1921, d. 2. desember 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.