Runólfur Runólfsson (Stóra-Gerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Runólfur Runólfsson frá Stóra-Gerði fæddist 10. apríl 1851 í Stóra-Gerði og lést 20. janúar 1929 í Spanish Fork í Utah.
Foreldrar hans voru Runólfur Magnússon bóndi í Stóra-Gerði, f. 1818, d. 20. mars 1894 og kona hans Ingiríður Björnsdóttir, f. 9. september 1818, d. 4. júlí 1870.

Runólfur var í fóstri í Dölum 1855 og 1860 hjá Arndísi Jónsdóttur húsfreyju og Jóni Magnússyni sjávarbónda. Hann fermdist frá þeim 1865 með: „... kunnátta mikið góð, skilningur sömuleiðis, lestur ágætur, hegðan allgóð‟ .
Við manntal 1870 var hann vinnumaður í Kastala hjá ekkjunni Arndísi Jónsdóttur.
Þau Valgerður bjuggu um skeið í Kastala og þar fæddust tvö fyrstu börn þeirra. Hann var húsmaður í Stóra-Gerði 1877. Við manntal 1880 var Runólfur kvæntur húsbóndi á Kirkjubæ með konu sinni Valgerði og börnunum Árna Kristjáni 7 ára, Lofti 4 ára og Sigríði Jóhönnu 1 árs.
Þau hjón tóku mormónatrú í Eyjum, en sneru formlega frá henni um hríð.
Við Runólf mun vera kenndur brunnur, Runkatjörn. Þetta var hlaðinn brunnur í kvos neðst í túni Vestri-Staðarbæjar. Runkatjörn var lengi vatnsból fyrir skepnur.
Runólfur fluttist til Vesturheims 1881. Honum fylgdi Valgerður kona hans og 4 börn þeirra, það yngsta á fyrsta ári, en það elsta var 8 ára.
Þau fluttust fyrst til Suður-Dakóta, en fluttust til Utah 1882.
Runólfur og Valgerður komu aftur til Íslands. Hann var skráður fríkirkjuprestur í Garðhúsi í Gaulverjabæjarsókn 1910, húsi í eigu Gaulverjabæjarsöfnuðar.
Þau sneru aftur til Utah.

Runólfur lést 1929.

Hér fylgir ljósrit af skrá Runólfs í The First Icelandic Settlement In America gefið út af Daughters Of Utah Pioneers árið 1964.

ctr

Runólfur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (20. október 1871), var Valgerður Níelsdóttir, f. 27. maí 1847 í A-Landeyjum, d. 6. apríl 1919.
Börn þeirra hér:
1. Jón Runólfsson, f. 29. júlí 1872 í Kastala, d. 8. ágúst 1872 þar „úr krampa“, (líklega stífkrampi, ginklofi).
2. Árni Kristján Runólfsson, f. 13. september 1873 í Kastala, d. 28. mars 1884 í Spanish Fork.
3. Loftur Runólfsson (Albert Loftur Reynolds Runolfsson), f. 5. mars 1876 í Stóra-Gerði, d. 11. nóvember 1950 í Burbank, Los Angeles í Californíu.
4. Barn fætt um 1877, dó barn í Eyjum, (finnst ekki skráð fætt né dáið).
5. Sigríður Jóhanna Runólfsdóttir, f. 16. nóvember 1878 á Kirkjubæ, d. 6. janúar 1960 í Spanish Fork í Utah.
6. Inga, f. um 1879, jarðs. 1881-1882 í Provo í Utah, (finnst ekki skráð fædd í Eyjum).
7. Níels Þórarinn Rósenkrans Runólfsson, f. 2. janúar 1881, fór til Vesturheims 1881.
8. William Marenus Lillianquist Runolfsson, f. 14. september 1882 í Spanish Fork, d. 12. nóvember 1944.
9. Andrew Christian Runolfsson, f. 18. nóvember 1884 í Spanish Fork, d. 19. desember 1944 í Salt Lake City í Utah.
10. Peter Luther Runolfsson, f. um 1886 í Spanish Fork.

Björnlaug Eyjólfsdóttir.

II. Síðari kona Runólfs, (16. september 1921), var Björnlaug Eyjólfsdóttir úr V-Húnavatnssýsli, f. 13. júní 1861, d. 23. janúar 1942. Hún fluttist frá Geitafelli til Vesturheims 1883 með foreldrum og systkinum.
Runólfur var síðari maður hennar. Þau voru barnlaus.

Ljósrit af skrá Björnlaugar:
Bjornlaug was born 13 June 1861. Her parents are Eyjolfur Gudmundsson, born 11 October 1829 in Illugastadir, Tjorn a Vatnsnesi, Vestur Hunavatn, died 19 October 1913; and Valgerdur Bjornsdottir, born 9 September 1828 Litla Borg, Breidabolstadir i Vesturhopi, Vestur Hunavatn, died 11 December 1916. Bjornlaug immigrated to America with her parents Eyjolfur and Valgerdur; they had joined The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints in 1883. Eyjolfur and Valgerdur and eight of their children emigrated to Spanish Fork, Utah via North Dakota and Helena, Montana. Somewhere in their travels to Utah, Bjornlaug must have met Boas Arnbjornsson, born 3 August 1855 in Ytri-Kleif, Eydalir i Breiddal, Sudur Mula; they showed up in Spanish Fork together in 1885. Boas’ parents are Arnbjorn Sigmundsson, born in 1810; and Gudny Erlendsdottir, born in 1819. They were married on 6 September of 1885. They changed their last name to Anderson. They had seven children: Bjorn Nul (1884-1885), Thurren Gudrunbjorg Runolfsson (1886), Elenbjorg Ellen, Kari (1888-1966), Boas Eyjolfur Bruce (1891-1937), Valgerdur Audbjorg, Richter (1893-1959), Valdemar George Washington, (1895-1979), and Rose (1897-1969). Bjornlaug was a fun-loving and always had a sense of humor. Like the rest of the family, she loved music and would often sing to the children. Like many Icelanders Bjornlaug was superstitious. She had a large leghorn rooster which she believed would come to the kitchen door and crow when someone was coming for coffee.Boas died 28 March 1908. Bjornlaug married Runolfur Runolfsson 16 September 1921. Runolfur was born 10 April 1851 at Draumbaer, Vestmannaeyjar. His parents are Runolfur Magnusson, born 22 February 1818 in Kross, Rangarvalla, died 20 March 1894; and Ingiridur Bjornsdottir, born in 1817 in Vestmannaeyjar, died 4 July 1870. Runolfur died 20 January 1929. Bjornlaug died 23 November 1942 in Spanish Fork, Utah and is buried in the Spanish Fork City Cemetery. Bjornlaug went by Legga Anderson or Lauga Anderson in Utah. She is number 2 in Icelanders of Utah.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1963, Saga séra Brynjólfs Jónssonar, V.
  • FamilySearch.org.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The First Icelandic Settlement In America. Daughters of Utah Pioneers 1964.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.