Ritverk Árna Árnasonar/Slys í Geirfuglaskeri

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Slys í Geirfuglaskeri


Ekki er nú vitað um nema einn mann, sem hrapað hefir úr Geirfuglaskeri í Eyjum. Það er Sigurður Einarsson frá Norðurgarði.
Hann var vanur bjarggöngumaður og hafði farið víða um Eyjarnar til veiða og eggjatöku. Hann var við eggjatöku í Geirfuglaskeri, þegar hann hrapaði 1. júní 1929.
Hann var fæddur 16. júní 1895, sonur Einars bónda í Norðurgarði Jónssonar og konu hans Árnýjar Einarsdóttur.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit