Ritverk Árna Árnasonar/Loftur Jónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Loftur Jónsson.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Loftur er grannur meðalmaður á hæð, svarthærður, en hvítur í andliti og magur. Hann er liðlega vaxinn og var lipurmenni í öllum hreyfingum og þrautseigur, þótt ekki gæti hann kallast sterkur. Hann hefir unnið alls konar vinnu, þó mest smíðar, sjósókn og búskap.
Hann fór allsnemma að stunda fuglaveiðar og gekk þar lipurlega að verki enda talinn góður veiðimaður. Hann hefir legið við í úteyjum, t.d. Álsey, Brandi og Suðurey. Þess utan stundað veiðar á Heimalandi, Heimakletti og Miðkletti.
Hann var ágætis viðlegufélagi, hægur og stilltur, en gat þó verið kátur og skemmtilegur. Hann hefir stundað veiðar fram til síðustu ára, en mun nú að mestu hættur. Þá var hann vel góður göngu- og bátsmaður við eggja- og fýlatekju og hefir víða komið um eyjarnar sem slíkur. Hann er smiður að iðn og vinnur hjá Fiskiðjunni.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Loftur Jónsson


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.