Ritverk Árna Árnasonar/Krambúðarklakkurinn

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Krambúðarklakkurinn


Eins og kunnugt er, er Krambúðarklakkurinn gamalt fiskimið hér á Víkinni. Er hann miðaður þannig, að Hásteinninn á að bera við Austurbúðina og ydda á Drengjum undan Klettsnefi.
Fiskaðist þarna stundum heilagfiski, en ekki munu hinir stærri formenn hér hafa stundað það mið. Minni spámennirnir eins og Kobi í „Görn“ og Mundi Stáli, höfðu einkarétt á því, eins og þessi vísa eftir Pál Gíslason bendir til:

Á Krambúðarklakknum Stáli
kúrir úti í norðanbáli,
loðna meður húfu á haus:
„Hásetunum hvergi hlífi,
hart ég geng að þeirra lífi
sem villimaður vægðarlaus“.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit