Ritverk Árna Árnasonar/Gamlar tíundir úr Suðurey, - árið 1898-1903

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit




Úr fórum Árna Árnasonar


Gamlar tíundir úr Suðurey árið 1898-1903


Í hlut:

Fyrsta ferð: 450 af lunda, 154 svartfuglar
Önnur ferð: 455 af lunda, 155 svartfuglar
Þriðja ferð: 330 af lunda, 143 svartfuglar
Fjórða ferð: 294 af lunda, 132 svartfuglar
Fimmta ferð: 381 af lunda, svartfuglar, enginn.


Ár/ Dagur/ Árni/ Fúsi/ Jóel/ Óli/ Jón
1899 7/7 340 180 110 120 270
8/7 325 160 35 30 35
9/7 70 50 35 40 40
10/7 80 90 30 40 40
11/7 70 60 15 18 10
12/7 250 250 80 140 160
13/7 90 120 35 55 40
14/7 280 240 190 160 120
15/7 230 230 200 140 135
16/7 310 240 160 120 140
17/7 420 280 250 170 160
Ár/ dagur/ Magnús
Guðm./
Árni M./ Fúsi/ Árni Á./ Jóel
1900 360 320 370 125
330 130 80 340 60
110 150 70 80 30
50 50 50 60 15
70 70 50 120 10
60 90 130 120 110
350 370 360 410 280
140 130 140 150 120
190 210 220 210 170
210 200 180 180 140
270 280 250 380 210
Alls svart fugl þetta ár 630
Ár/ Dagur/ Árni Á./ Fúsi/ Guðjón/ Árni Mag./ M. Guðm.
1901 1080 560 580 510 580
630 480 470 420 510
480 390 510 460 470
590 470 420 390 450
470 440 480 380 490
210 180 170 160 140
250 270 230 190 210
160 150 110 150 160
340 320 300 280 310
410 360 310 320

Hæsta veiðin veidd þannig á Landnorðursnefi, 800 á Útsuðursnefi.

Svartfugl veiddur alls þetta ár 810, a.m.k. finnst hans ekki getið í vasabókinni.

Ár 1902. --18/7: Fór með Gísla Geir fyrir tæpunef, óvanur svartfugli og snörun. Gísli mjög hrifinn, kallaði hátt: „Hér finnst mér hann glóra,“ - fuglinn fældist. Fórum í annað bæli, fengum 185 svartfugla. Gísli bráðduglegur, lipur og áhugasamur. Sé ekki eftir að taka hann að mér.

22/7: Fórum Gísli Geir, Bjarni og ég í Árnagöngur. Fengum 166 svartfugla.
Gísli ágætur, ósérhlífinn og áhugasamur, góður félagi. Bjarni fór hratt yfir, en gætilega. Ágætur göngumaður.

25/7: Fórum í Hvannstóðsbælið, snarað 160, síðan farið í Mottukórinn. Þar fengum við 135. Fúsi og Gísli tóku göngurnar, afli 110. Fúsi segir Gísla góðan göngumann og ósérhlífinn. Hann verður góður veiðimaður.

25/7: Veiddur lundi, Fúsi 240, Bjarni 180, Gísli G. 190, Árni 320, Jóel 180. Um kvöldið farið austan í. Gísli lærir Steinsig, fengum 180 svartfugla. Ég snaraði 150 á tveim bælum, Gísli Geir 60, Jóel 50. Góður afladagur. Gísli reynst ekki síður en aðrir. Fúsi og Guðjón skarpir veiðimenn.


Tíundir í Suðurey 1902

Ár/ Dagur/ Árni Á./ Gísli G./ Guðjón/ Fúsi/ Jóel/ Bjarni
6/7 430 210 190 320 180
7/7 280 190 220 280 210
8/7 560 360 330 310 270 160
9/7 430 410 430 390 310 190
10/7 610 380 320 360 230 170
11/7 320 190 heima 240 180 180
12/7 180 130 -- 160 150 180
14/7 210 160 140 190 145 160
15/7 340 205 310 280 180 175
16/7 290 175 230 250 210 190
18/7 210 290 270 360 230 200
20/7 ?60 275 250 240 220 230

Alls eru þetta sumar veiddir 830 svartfuglar.
Eftir öllu að dæma hefur Gísli Geirmundsson verið nokkurskonar skjólstæðingur Árna Árnasonar eða fengið að fara í Suðurey með honum vegna vináttu og mægða. Árni virðist hafa kennt Gísla snörun og farið með hann á sínum vegum víða utan í og kennt honum svartfuglsveiðar og bjargsig. Árni ber honum gott orð, og hefur Gísli því ábyggilega verið bæði námsfús, harðduglegur og áhugasamur um veiðar. Er það og máske eðlilegt, þareð heimilisafkoma margra tómthúsmanna byggðist mikið á fuglaveiðum.


Tíundir úr Suðurey 1903

Ár/ Dagur/ Fúsi/ Guðjón/ Magnús/ Gísli G./ Árni M./ Árni Á.
1903 8/7 30 50 50 40 80
9/7 120 100 120 100 110 120
10/7 230 250 240 210 240 230
11/7 310 340 350 280 270 380
12/7 270 250 230 220 190 440
13/7 30 20 45 30 20 40
14/7 R 0 K
15/7 160 140 170 150 150 160
16/7 340 370 370 340 320 410
17/7 280 310 300 270 300 310
18/7 170 210 240 230 220 290
19/7 310 330 330 290 270 520
20/7 150 220 310 210 230 300

Þann 21/7 fór Gísli G. heim, Jóel kom með sama bát úr Klaufinni.

Þann 11/7 farið í svartfugl austan og vestan í. Við Gísli G. förum niður í svartfuglabælið austaní, rétt norðan við réttina. Létt sig, loft inná bælið. Gísli skar þar stafi sína G.G. og nefndum við bælið Gíslabekk, snaraðir 80 fuglar. Síðan fórum við vestan í, fyrst í Mottukórinn, fengum 80 fugla. Þareftir fórum við niður úr Skoru. Skárum stafi okkar ofan við neðsta bælið G.G. Á.Á, fengum 70 fugla. Gísli missti hnífinn niður, ekki hægt að skera ártalið.
Gíslabekkur hrapaði af, ásamt mikilli svartfuglabyggð 1907. Þá fóru mörg falleg bæli austan í, skammt sunnan og norðan réttarinnar. Ég hætti snemma að liggja við í Suðurey, en fór þá að fara í Álsey og vera þar.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit