Regína Matthildur Ísleifsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Regína Matthildur Ísleifsdóttir frá Kirkjubæ fæddist þar 16. febrúar 1898 og lést 20. nóvember 1918 úr spænsku veikinni.
Foreldrar hennar voru Ísleifur Guðnason bóndi, útgerðarmaður og formaður á Kirkjubæ, f. 30. janúar 1862 í Hallgeirseyjarhjáleigu í A-Landeyjum, d. 1. júní 1916, og kona hans Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 7. nóvember 1866 á Fossi á Síðu í V-Skaftaf.sýslu, d. 25. september 1952.

Börn Ísleifs og Sigurlaugar voru:
1. Barn dáið á 1. ári.
2. Regína Matthildur Ísleifsdóttir, f. 16. febrúar 1898, d. 20. nóvember 1918 úr spænsku veikinni.
3. Matthhildur Ísleifsdóttir húsfreyja í Miðgarði, f. 7. maí 1900, d. 29. ágúst 1945. Maður hennar var Páll Oddgeirsson kaupmaður og útgerðarmaður, f. 5. júní 1888, d. 24. júní 1871.
4. Ólafur Ísleifsson formaður, f. 25. mars 1904, d. 17. september 1972. Kona hans var Una Magnúsína Helgadóttir frá Steinum, f. 16. júní 1901, d. 28. ágúst 1990.
Fósturbarn þeirra var
5. Guðríður Guðmundsdóttir, síðar húsfreyja í Hábæ, kona Stefáns Vilhjálmssonar, f. 12. maí 1893, d. 24. júní 1984. Hún var dóttir Guðmundar Jessonar og Kristínar Ólafsdóttur frá Litlakoti.

Regína Matthildur ólst upp með fjölskyldu sinni á Kirkjubæ. Faðir hennar lést 1916 og hún lést úr spænsku veikinni 1918.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.