Rauðagerði

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Leikskólinn Rauðagerði hóf starfsemi sína 5. nóvember árið 1973 við Heiðarveg 41 en í maí 1974 flutti starfsemin í seinna húsnæði við Boðaslóð 8–10. Árið 2007 sameinaðist Rauðagerði Sóla og flutti í nýtt húsnæði sameinaðs Sóla.

Eins og í öðrum leikskólum var unnið samkvæmt aðalnámsskrá leikskóla frá árinu 1999 en áður hafði verið unnið eftir uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili frá árinu 1985 sem síðar var endurútgefin árið 1993.

Auk þess að vinna eftir aðalnámsskrá var kennt í grófum dráttum eftir hugmyndafræði Mariu Montessori. Hennar hugmyndafræði tekur mið af einstaklingsbundnu námi og sá hraði sem valinn er í kennslu fer eftir áhuga og þroska nemandans. Tónlistin skipaði stóran sess í starfseminni og markviss tónlistarkennsla var hjá öllum börnum. Unnið var með „Markvissa málörvun“ í skipulögðum kennslustundum leikskólans og var ritmálið gert sýnilegt auk „tákns með tali“.


<meta:creator>Daníel St.</meta:creator> <meta:source>vestmannaeyjar.is</meta:source>