Ragnhildur Skaftadóttir (Lyngfelli)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Ragnhildur Skaftadóttir.

Ragnhildur Skaftadóttir vinnukona í Lyngfelli fæddist 8. febrúar 1904 á Suður-Fossi í Mýrdal og lést 12. október 1939 í Hafnarfirði.
Faðir hennar var Skafti bóndi á Suður-Fossi, f. 2. janúar 1874 á Norður-Götum þar, d. 17. júní 1924 á Suður-Fossi, Gíslason bónda, síðast á Norður-Götum, f. í Mýrdal, skírður 25. júlí 1827, Einarssonar bónda lengst í Þórisholti í Mýrdal, f. 7. desember 1796 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 29. júní 1879 í Þórisholti, Jóhannssonar, og konu Einars, Ragnhildar Jónsdóttur húsfreyju, yfirsetukonu, f. 1791 á Höfðabrekku, d. 2. júlí 1879 í Þórisholti.
Kona Gísla Einarssonar á Norður-Götum og móðir Skafta á Suður-Fossi var Sigríður húsfreyja, f. 22. apríl 1830 á Ásólfsskála u. Eyjafjöllum, d. 28. október 1893 á Norður-Götum, Tómasdóttir smiðs á Ásólfsskála, síðar bónda og smiðs í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, f. 8. júlí 1790, d. 29. júní 1854, Þórðarsonar, og konu Tómasar, Margrétar húsfreyju, f. 1796, Jónsdóttur.

Fyrri kona Skafta Gíslasonar og móðir Ragnhildar var Margrét húsfreyja, f. 27. apríl 1877 í Aurgötu u. Eyjafjöllum, d. 3. ágúst 1912 á Suður-Fossi, Jónsdóttir vinnumanns, lausamanns og síðar járnsmiðs á Bergi, f. 9. desember 1850 í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1917, Guðmundssonar bónda í Vallnatúni, f. 12. ágúst 1816, d. 29. maí 1917, Gíslasonar, og konu Guðmundar Gíslasonar, Margrétar húsfreyju og yfirsetukonu, f. 14. maí 1822, d. 29. desember 1908, Jónsdóttur.
Móðir Margrétar Jónsdóttur og barnsmóðir Jóns Guðmundssonar á Bergi var Sigurlaug vinnukona víða u. Eyjafjöllum og í V-Skaftafellssýslu, f. 14. janúar 1857, d. 2. september 1899, Þorleifsdóttir.


ctr


Foreldrar Ragnhildar og börn og síðari kona Skafta og börn þeirra.
Ragnhildur er nr. 3. í annarri röð talið ofan frá


Móðurfaðir Ragnhildar var
1. Jón Guðmundsson verkamaður, járnsmiður á Bergi, f. 9. desember 1850 í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, d. 29. maí 1917.
Systur Ragnhildar í Eyjum voru:
1. Sigríður Skaftadóttir húsfreyja í Lyngfelli, f. 1. maí 1901, d. 31. júlí 1939, kona Guðlaugs Br. Jónssonar kaupmanns.
2. Kristín Skaftadóttir húsfreyja í Ólafsvík, f. 29. apríl 1906 á Suður-Fossi, d. 10. apríl 1992. Maður hennar var Runólfur Jóhannsson skipasmíðameistari, skipaeftirlitsmaður, f. 4. október 1898, d. 4. ágúst 1969.
3. Ísey Skaftadóttir húsfreyja á Vestmannabraut 25, f. 13. mars 1911 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 6. júní 1987. Maður hennar Sigurmundur Runólfsson verkamaður, útgerðarmaður, verkstjóri.
4. Margrét Skaftadóttir Scheving, húsfreyja, f. 28. júlí 1912, d. 2. nóvember 2009. Maður hennar var Sigurður Sveinsson Scheving bankamaður, leikari, f. 9. apríl 1910, d. 10. nóvember 1977.

Ragnhildur var með foreldrum sínum til ársins 1924, er faðir hennar lést. Hún var bústýra hjá Sigurjóni bróður sínum frá 1924 og til ársins 1931, er hún fluttist til Eyja.
Hún eignaðist Grétar eystra 1926. Hann var með henni á Suður-Fossi, en varð fósturbarn þar, er hún fór til Eyja.
Í Eyjum gerðist hún vinnukona hjá Sigríði systur sinni og Guðlaugi Br. Jónssyni í Lyngfelli. Þar eignaðist hún Rúdólf með Páli 1931.
Hún fluttist með Rúdólf að Suður-Fossi 1934 og var þar hjá bróður sínum til dánardægurs 1939. Rúdólf var þar síðan í fóstri til 1948.

I. Barnsfaðir ókunnur:
Barn hennar:
1. Grétar Skaftason skipstjóri, f. 26. október 1926, drukknaði 5. nóvember 1968. Hann var í fóstri á Suður-Fossi til 1945 og vinnumaður þar 1946-1948, fluttist þá til Eyja.
II. Barnsfaðir hennar var Páll Oddgeirsson.
Barn þeirra:
2. Rudólf Skaftason Pálsson viðskiptafræðingur, kennari, ljóðskáld, f. 7. október 1931.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.