Rósa Guðmundsdóttir (Miðey)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rósa.

Rósa Árný Pálína Guðmundsdóttir fæddist 15. júní 1918 og lést 27. apríl 1974. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson og Kristbjörg Einarsdóttir.

Rósa var gift Jóni Guðmundssyni formanni. Börn þeirra voru Gunnar f.1940, Guðmundur f.1943 d.1945, Helga f.1947 og Guðríður f.1958.

Fjölskyldan bjó fyrst í Miðey við Heimagötu og svo á Kirkjubæjarbraut 9.

Frekari umfjöllun

Árný Rósa Pálína Guðmundsdóttir frá Málmey, húsfreyja fæddist 15. júní 1918 á Vestari Vesturhúsum við Ásaveg33 og lést 27. apríl 1974.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson verkamaður, sjómaður, f. 7. febrúar 1875 á Stokkseyri, d. 25. nóvember 1953, og sambúðarkona hans Kristbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1886 í Málmey í Skagafirði, d. 27. nóvember 1967.

Börn Kristbjargar og Guðmundar:
1. Einar Sæmundur Guðmundsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 14. júlí 1914, d. 21. mars 1995.
2. Jón Guðmundsson bifreiðastjóri á Selfossi, f. 15. júlí 1915, d. 26. desember 1994.
3. Árný Rósa Pálína Guðmundsdóttir í Miðey, húsfreyja, f. 15. júní 1918, d. 27. apríl 1974.

Rósa var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Jón giftu sig 1939, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra af slysförum á þriðja ári þess.
Þau bjuggu í fyrstu á Hilmisgötu 5, þá lengi í Miðey, en síðast á Kirkjubæjarbraut 9.
Jón lést 1972 og Rósa 1974.

I. Maður Árnýjar Rósu Pálínu, (18. júlí 1939), var Jón Guðmundsson skipstjóri, f. 15. júlí 1905 í Reykjavík, d. 4. mars 1972.
Börn þeirra:
1. Gunnar Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. janúar 1940 á Hilmisgötu 5, d. 13. júní 2013. Kona hans Selma Jóhannsdóttir.
2. Guðmundur Jónsson, f. 25. apríl 1943 í Miðey, d. 29. september 1945.
3. Helga Jónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 17. nóvember 1947 í Miðey. Maður hennar Björn Ívar Karlsson.
4. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, starfsmaður leikskóla, stuðningsfulltrúi, f. 20. mars 1958. Fyrrum maður hennar Gunnar Þór Grétarsson. Maður hennar Þorsteinn Ólason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


Myndir


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.