Pálína Björnsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Pálína Ingibjörg Björnsdóttir frá Glaumbæ í Skagafirði, húsfreyja fæddist þar 12. maí 1918 og lést 4. júní 1990.
Foreldrar hennar voru Björn Pálmason bóndi í Glaumbæ og víðar í Skagafirði, síðast á Sauðárkróki, f. 3. mars 1892 á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal í Skagafirði, d. 18. september 1929, og Sigurbjörg Agnes Jónsdóttir frá Utanverðunesi í Hegranesi í Skagafirði, húsfreyja, f. 3. febrúar 1892, d. 1. desember 1928.

Pálína var með foreldrum sínum í æsku.
Hún fluttist til Eyja 1936, lærði síðar saumaskap hjá Kristínu í Merkisteini.
Þau Ingólfur giftu sig 1938, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Bólstaðarhlíð við fæðingu Kolbrúnar 1938, á Stóru-Heiði 1940, á Hásteinsvegi 7 1945 og enn 1953, síðar að Hólagötu 20.
Pálína lést 1990.

I. Maður Pálínu Ingibjargar, (12. apríl 1938), var Ingólfur Matthíasson frá Byggðarenda, sjómaður, vélstjóri, stýrimaður, skipstjóri, f. 17. desember 1916 á Gjábakka , d. 18. október 1999 í Hraunbúðum.
Börn þeirra:
1. Kolbrún Ingólfsdóttir, f. 22. október 1938 í Bólstaðarhlíð. Barnsfaðir hennar Birgir Aðalsteinn Ingólfsson. Fyrrum maður hennar Carl Ólafur Gränz, f. 16. janúar 1941.
2. Drengur, f. 21. ágúst 1941 á Hásteinsvegi 7, d. 1. nóvember 1941.
3. Ægir Rafn Ingólfsson tannlæknir, f. 12. nóvember 1948. Fyrrum kona hans Guðrún Pétursdóttir. Sambýliskona Ragna Margrét Norðdahl.
4. Inga Dís Ingólfsdóttir húsfreyja, f. 26. nóvember 1960 í Reykjavík. Hún er kjörbarn Pálínu og Ingólfs og barnabarn, dóttir Kolbrúnar Ingólfsdóttur. Maður hennar Pétur Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.