Páll Þórðarson (Varmadal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Páll Þórðarson og sonur hans Guðjón Högni Pálsson.

Páll Þórðarson frá Klöpp á Stokkseyri, sjómaður, verkamaður í Varmadal, síðar kyndari á Akureyri fæddist 3. október 1903 og lést 19. maí 1992.
Foreldrar hans voru Þórður Sigurðsson sjómaður í Klöpp á Stokkseyri, síðar verkamaður í Varmadal, f. 28. ágúst 1858 í Háfi í Holtum, d. 19. júní 1941, og kona hans Sæfinna Jónsdóttir húsfreyja frá Útverkum á Skeiðum, f. 20. júlí 1868, d. 18. apríl 1961.

Börn Þórðar og Sæfinnu voru:
1. Ásta Þórðardóttir saumakona í Reykjavík, f. 22. ágúst 1901 í Klöpp á Stokkseyri, d. 25. janúar 1966.
2. Páll Þórðarson sjómaður, verkamaður í Varmadal, síðar kyndari á Akureyri f. 3. október 1903 Klöpp á Stokkseyri, d. 19. maí 1992.
3. Filippía Þórðardóttir, f. 25. desember 1904 í Klöpp á Stokkseyri, d. 10. júlí 1920.
4. Þorfnnur Þórðarson, f. 5. október 1907, d. 27. nóvember 1908.
5. Hinrik Andrés Þórðarson bóndi á Útverkum á Skeiðum, f. 13. apríl 1909 á Klöpp, d. 15. desember 1998.
6. Ágúst Þórðarson, f. 5. ágúst 1910, d. 10. mars 1911.
7. Ingveldur Anna Þórðardóttir, (Inga Þórðardóttir) húsfreyja, leikari, f. 21. október 1911 á Klöpp, d. 15. júlí 1973.
Barn Þórðar Sigurðssonar með Guðnýju Jónsdóttur:
8. Sigurður Þórðarson bifreiðastjóri í Eyjum og Keflavík, f. 28. september 1895 í Árbæ í Holtum, d. 21. mars 1951.

Stjúpbörn Þórðar, börn Sæfinnu af fyrra hjónabandi hennar, voru:
9. Eiríkur Valdimar Ásbjörnsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 21. maí 1893, d. 24. nóvember 1977.
10. Jónína Þóra Ásbjörnsdóttir húsfreyja á Heiðarhól, (Brekastíg 16), f. 19. apríl 1896, d. 1. desember 1967.
Páll var með foreldrum sínum á Klöpp á Stokkseyri og fylgdi þeim til Eyja 1921, bjó með þeim í Varmadal.
Hann eignaðist tvo syni með Regínu, en fluttist til Akureyrar. Þar kvæntist hann Súsönnu Sigríði 1931. Þau voru barnlaus.

I. Barnsmóðir Páls að tveim börnum var Guðný Regína Stefánsdóttir, síðar húsfreyja á Stokkseyri, f. 5. desember 1905, d. 24. júlí 1986.
Börn þeirra voru:
1. Guðjón Högni Pálsson, f. 13. desember 1925 í Einarshöfn, d. 15. nóvember 2001.
2. Páll Hörður Pálsson, f. 17. janúar 1931 á Ingólfshvoli, d. 7. maí 1990.

II. Kona Páls Þórðarsonar, (3. október 1931), var Súsanna Sigríður Þorsteinsdóttir Baldvinsdóttir húsfreyja frá Eyrarlandi í Eyjafirði, f. 4. mars 1910, d. 5. apríl 1991.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.