Oddur Magnús Ólafsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search
Oddur Magnús Ólafsson.

Oddur Magnús Ólafsson frá Bakka á Flötum, sjómaður, verkamaður fæddist 4. janúar 1920 á Bólstað og lést 15. júní 2009 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Ólafur Guðmundsson sjómaður, formaður, gúmílímari, f. 2. júlí 1892 á Krossi í A-Landeyjum, d. 8. október 1953, og fyrri kona hans Siggerður Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 10. desember 1891 á Mel í Eskifirði, d. 17. mars 1929.

Börn Siggerðar og Ólafs voru:
1. Oddur Magnús Ólafsson sjómaður, verkamaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1920 á Bólstað, d. 15. júní 2009.
2. Þorvaldur Ólafsson frá Búastöðum, vélstjóri, vélvirkjameistari, verslunarmaður, heildsali í Reykjavík, f. 5. júní 1921 á Bólstað, d. 27. febrúar 2009.
3. Sigurður Ólafsson vélvirki, síðast á Seyðisfirði, f. 14. apríl 1923 á Bakka, d. 27. október 1992.
4. Fífa Guðmunda Ólafsdóttir, f. 16. nóvember 1925 á Bakka, d. 20. júlí 2009.
5. Guðríður Ólafsdóttir, f. 15. júlí 1927 á Bakka. Hún var fóstruð í Höfðahúsi hjá Jóhanni Björnssyni og Ingibjörgu Þórarinsdóttur. Hún lést 20. maí 1931.

Börn Þórfinnu Finnsdóttur og systkini Odds Magnúsar með tengdum voru:
6. Ólafur Gränz húsgagnasmíðameistari, f. 4. mars 1912 í Dal, d. 14. ágúst 1960.
7. Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915 í Fagurhól, d. 7. október 2000.
8. Guðrún Helga Helgadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1924 á Hjalteyri, d. 29. desember 1997.
9. Jón Ástvaldur Helgason sundlaugarvörður, bifreiðastjóri, f. 7. nóvember 1925 á Hjalteyri, d. 20. apríl 1996.
Uppeldissystir Odds Magnúsar, fósturdóttir Helgu Sigurðardóttur og Lúðvíks Lúðvíkssonar var
10. Dagný Ingimundardóttir húsfreyja, kaupmaður á Kirkjuvegi 72, f. 27. ágúst 1914, d. 16. apríl 2011.

Oddur missti móður sína níu ára gamall.
Hann fór í fóstur til Lúðvíks og Helgu á Kirkjuvegi 72 upp úr 1930.
Oddur fluttist til Reykjavíkur í byrjun fimmta áratugarins.
Hann var til sjós um langt skeið, og var í millilandasiglingum. Síðan vann hann við iðnað í Stálumbúðum og Kassagerðinni.
Hann bjó lengi einn, en flutti á heimili Þorvaldar bróður síns 1968 og bjó þar um 30 ár, en síðustu árin bjó hann á hjúkrunarheimilinu Eir og lést þar 2009.
Hann var ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.