Oddur Jónsson (Jónshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddur Jónsson frá Jónshúsi, síðar bóndi í Landakoti á Miðnesi fæddist 12. september 1842 og lést 27. júlí 1913.
Foreldrar hans voru Jón Oddsson tómthúsmaður, síðan bóndi á Bakka í A-Landeyjum, f. 23. febrúar 1817 á Breiðabólstað á Síðu, d. 2. desember 1894 á Tjörnum u. Eyjafjöllum, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja frá Bakka, f. 25. september 1817, d. 25. janúar 1907 á Víðinesi á Kjalarnesi.

Oddur var með foreldrum sínum í Eyjum til 1847, síðan á Bakka og enn 1860, vinnumaður á Krossi þar 1870.
Hann fór á Suðurnes, fluttist frá Kotvogi að Pétursey í Mýrdal 1873, var vinnumaður þar til 1874. Hann kvæntist Steinunni 1773, var bóndi á Felli í Mýrdal 1874-1875, í félagsbúi í Pétursey 1875-1876.
Þau Steinunn fluttust á Miðnes og voru bændahjón í Klöpp 1976, Bakkakoti á Miðnesi 1880 með börnunum Sigurði 6 ára, Jóni 4 ára, Guðrúnu 3 ára, bændur í Landakoti þar 1890 með sömu áhöfn.
Steinunn lést 1894.
1901 bjó hann í Landakoti með Valgerði Jónsdóttur, barni þeirra Sigríði 4 ára og Guðrúnu og Sigurði börnum sínum uppkomnum.
Oddur var í Keflavík 1909 er hann var lagður inn á Laugarnesspítala og þar var hann sjúklingur 1910.
Hann lést 1913.

I. Kona Odds, (28. júní 1873), var Steinunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 30. október 1852, d. 7. ágúst 1894. Foreldrar hennar voru Sigurður Eyjólfsson bóndi í Kaldrananesi í Mýrdal, f. 1820, d. 1886, og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 1830, d. 1890.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Oddsson skipstjóri, hafnsögumaður, f. 25. apríl 1873, fórst með norsku skipi á leið frá Bíldudal.
2. Þórunn Sigríður Oddsdóttir húsfreyja á Rauðhálsi í Mýrdal, síðar í Eyjum, f. 5. júlí 1875, d. 23. júlí 1959.
3. Jón Oddsson verslunarmaður, smiður og málari, f. 18. júlí 1876, d. 18. desember 1966. Hann var húsmaður á Mjóafirði eystri, bjó síðan á Norðfirði og síðar á Sauðarkróki.
4. Guðrún Oddsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 27. september 1877, d. 7. júní 1969.

II. Sambýliskona Odds var Valgerður Jónsdóttir bústýra, f. 1869.
Barn þeirra:
5. Sigríður Oddsdóttir, f. 17. nóvember 1896, d. 20. desember 1911. Hún var gestkomandi í Vík í Skagafirði við mt. 1910.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.