Mynd:Blik 1980 83.jpg

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Upphafleg skrá(1.776 × 1.112 mynddílar, skráarstærð: 214 KB, MIME-gerð: image/jpeg)

Þessi mynd er tekin sunnanvert við innri höfnina í Eyjum haustið 1906. Bændur, búalið og „tómthússmenn“ eru þarna nýkomnir úr Úteyjum með fé.
Fjóra kunna Eyjamenn þekkjum við á myndinni. Yzt til vinstri stendur Þorgerður Gísladóttir húsfreyja í tómthúsinu Skel sunnanvert við Strandveginn í kauptúninu. Hún var fyrri kona Sigurðar Sigurfinnssonar hreppstjóra. Í einveru sinni, eftir að hjónin skildu samvistir, átti þessi kunna Eyjakona ávallt nokkrar kindur í Úteyjum í skjóli einhvers Eyjabóndans. Að sjálfsögðu hefur hún greitt honum beitargjaid fyrir kindur sínar.
Næstur austan við Þorgerði húsfreyju stendur Árni Filippusson í tómthúsinu Ásgarði, hinn kunni forstjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja (hins fyrri) og forgöngumaður með Eyjamönnum í ýmsum félags- og fræðslumálum um árabil.
Drenginn, sem stendur austan við Árna, þekkjum við ekki.
Næsti maður austan við drenginn er Jón bóndi Guðmundson í Svaðkoti (síðar Suðurgarði).
Næst austast á myndinni þekkjum við þarna Guðlaug bónda og útgerðarmann Jónsson í Gerði. Þarna virðist þessi merki bóndi kominn með sparihattinn sinn á höfðinu til þess að vitja fjár síns.
Þá hefi ég nefnt hér tvo borgara úr „þurrabúð“ og tvo úr bændastétt.
Báturinn er sem sé nýkominn úr Úteyjum með sláturfé, sem dregið er hverjum eiganda sínum þarna ofanvert við bryggjustúfinn, þar sem hver fjáreigandi hirðir sitt. - Þannig gátu tómthússmennirnir ætíð átt nokkrar kindur, þó að þeir hefðu engar grasnytjar á Heimaey. - Þá er það ekki ólíklegt samkvæmt venju, að fjáreigendur þessir hafi á sínum tíma eða eitthvert haustið keypt kindurnar af bændum úr Rangárvalla- eða Vestur-Skaftafellssýslu, þegar þeir seldu fé til Eyja á haustin til slátrunar. -
Þetta er og var eilítið fyrirbrigði í búnaðarháttum Eyjamanna.


Mynd þessi birtist í Bliki árið 1980 af blaðsíðu 83 í greininni: Saga landbúnaðar í Vestmannaeyjum

Breytingaskrá skjals

Smelltu á dagsetningu eða tímasetningu til að sjá hvernig hún leit þá út.

Dagsetning/TímiSmámyndVíddirNotandiAthugasemd
núverandi26. júlí 2007 kl. 09:16Smámynd útgáfunnar frá 26. júlí 2007, kl. 09:161.776 × 1.112 (214 KB)Dadi (spjall | framlög)Þessi mynd er tekin sunnanvert við innri höfnina á Eyjum haustið 1906. Bændur, búalið og „tómthússmenn" eru þarna nýkomnir úr Úteyjum með fé. Fjóra kunna Eyjamenn þekkjum við á myndinni. Yzt til vinstri stendur [[Þorgerður Gíslad�

Eftirfarandi síða notar þessa skrá: