Miðey

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Miðey t.h. og Ásgarður t.v.

Húsið Miðey stóð við Heimagötu 33. Símon Egilsson, fyrsti vélamaður í Vestmannaeyjum, byggði húsið og gaf því nafnið Miðey, eftir Miðey í Landeyjum.

Miðey, Ásgarður og Grænahlíð 2. Í forgrunni til vinstri sést blómagarður Ingibjargar í Bólstaðarhlíð.
Þegar húsið var grafið upp eftir gos.

Þegar gaus bjuggu hjónin Emil Sigurðsson og Elín Teitsdóttir ásamt dóttur sinni Erlu Guðrúnu. Einnig bjuggu í húsinu Sigrún Einarsdóttir og Anna Elín Steele.