Með þér

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Stökkva á: flakk, leita
Þjóðhátíðarlag
2004 2005 2006

Lagið Með þér var valið Þjóðhátíðarlagið árið 2005, en eftir undankeppni þótti ekkert laganna, sem fram voru boðin, nógu gott. Þá var Hreimur Örn Heimisson beðinn um að semja lag, enda hafði hann gert það áður með mikilli prýði. Lagið kom því frekar seint miðað við önnur ár.

Niðurtalningin er hafin hér.
Stundaglasið hefur gefið mér byr.
Úr lofti eða láði förum vér
og við göngum inn um gleðinnar dyr.
Ég finn frið inni í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Ég finn frið inni í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Nú við löbbum inn í ljósadýrð
og leiðum saman okkar hesta í kvöld.
Úti verður okkar ævintýr,
því allir vita að hér er gleðin við völd.
Ég finn frið inni í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Ég finn frið inni í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Hjartað slær ótt, ég er í sælufjötrum.
Ég bíð góða nótt
og kyssi þig...
Ég finn frið inni í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.
Ég finn frið inni í mér.
Á þjóðhátíð ég upplifi lífið með þér.


Lag: Hreimur Örn Heimisson og Vignir Snær Vigfússon
Texti: Hreimur Örn Heimisson