María Guðrún Jakobsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

María Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja á Bjargi fæddist 28. febrúar 1870 í Borg á Kjalarnesi og lést 21. apríl 1951.
Foreldrar hennar voru Jakob Vigfússon bóndi í Ölversholti í Holtum, síðar á Ytri-Ásláksstöðum á Reykjanesi, f. 28. nóvember 1810 í Ölversholti, d. 14. júlí 1883, og bústýra hans Steinunn Jónsdóttir, f. 1831, d. 3. mars 1902.

María Guðrún var með húskonunni móður sinni í Borg 1870. Hún var 10 ára niðursetningur í Litlaholti í Reykjavíkursókn 1880, 20 ára vinnukona á Vesturgötu 40 í Reykjavík 1890.
Hún fluttist til Eyja 1898 og giftist Ólafi Diðriki 1900. 1901 var hún gift húsfreyja í Vegg. Hjá þeim var Ólafur Einarsson faðir Ólafs Diðriks. Þeim fæddist andavana stúlka 1903.
Við skráningu 1910 var hún húsfreyja á Bjargi með Ólafi Diðriki og dætrum sínum þrem.
1920 bjó María Guðrún á Bjargi með dætrunum.
Hún lést 1951.

I. Maður Maríu Guðrúnar, (7. janúar 1900), var Ólafur Diðrik Ólafsson sjómaður á Bjargi f. 4. ágúst 1865, d. 9. apríl 1913.
Börn þeirra hér:
1. Andvana stúlka, f. 6. júní 1903.
2. Vigdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1906, d. 10. júlí 1990.
3. Magnea Veróníka Ólafsdóttir, f. 7. febrúar 1908, d. 10. apríl 1996.
4. Steinunn Margrét Ólafsdóttir, f. 5. september 1909, d. 3. janúar 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.