Magnús Magnússon í Dvergasteini

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Magnús Magnússon

Magnús Magnússon.

Magnús Magnússon skipasmiður og bæjarfulltrúi, f. 6. okt. 1882 að Geitagili í Rauðasandshreppi, Barðastrandarsýslu, d. 22. október 1961.
For.: Magnús Sigurðsson bóndi á Láganúpi í Rauðasandshreppi, f. 28. maí 1842 og k.h. Þórdís Jónsdóttir húsfreyja, f. 1838.
Magnús lærði trésmíðar í Reykjavík og skipasmíðar í Danmörku á fyrsta áratug 20. aldar. Hann fluttist til Eyja 1911 og rak bátaiðnað í slippnum, sem síðar varð slippur Ársæls Sveinssonar.
Hann sat í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1930-34.
Árið 1920 var hann búsettur í Dvergasteini, á Bjarmalandi 1925.
Í kreppunni 1929 komst hann í fjárhagsþrot. Hann fluttist síðar til Reykjavíkur og bjó lengst af að Laugavegi 86.

Kona Magnúsar var Oddný Erlendsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1883 að Skíðabakka í A-Landeyjum, d. 9. ágúst 1969. Oddný var systir Jórunnar í Ólafshúsum og Guðrúnar vinnukonu þar.
Börn:
1. Hulda, búsett í Reykjavík, f. 29. júní 1913, d. 6. nóvember 1998.
2. Marta Sonja , búsett í Reykjavík, f. 19. nóvember 1914, d. 13. október 2010.
3. Magnús Adolf, bifvélavirki, búsettur í Kópavogi, f. 20. júlí 1916, d. 25. desember 1996.
4. Þórdís, f. 15. september 1917, d. 23. apríl 1939.
5. Jórunn Lilja, f. 5. desember 1919, d. 14. febr. 2008.
6. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
7. Erlendur, f. 13. mars 1923, d. 9. október 2003.
8. Guðbjört, f. 31. maí 1924.
9. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra á Akranesi.
10. Fanney Magnúsdóttir, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.