Magnús Hjörleifsson

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Magnús Hjörleifsson, Reyni, fæddist 5. desember 1891 í Naustahvammi í Norðfirði. Árið 1910 fór Magnús til Vestmannaeyja. Árið 1912 var Magnús háseti á Ceres hjá Jóhanni Jónssyni á Brekku. Árið 1914 var Magnús á þeim sama bát en þá var Bjarni Hávarðarson formaður. Árið 1915 tók Magnús við formennsku og var með bátinn til 2. mars árið 1920 en þá fórst hann með allri áhöfn við fjórða mann í ofviðri suður af Bjarnarey.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.