Loftur Runólfsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Loftur Runólfsson frá Stóra-Gerði, síðar í Utah fæddist 5. mars 1876 í Stóra-Gerði og lést 11. nóvember 1950 í Burbank í Los Angeles í Kaliforníu.
Foreldrar hans voru Runólfur Runólfsson prestur mormóna og lútherskra, f. 10. apríl 1851 í Stóra-Gerði, d. 20. janúar 1929 í Spanish Fork, og fyrri kona hans Valgerður Níelsdóttir húsfreyja, f. 27. maí 1847 í A-Landeyjum, d. 6. apríl 1919.

Loftur eða Albert Loftur Reynolds Runolfsson var með foreldrum sínum og fluttist með þeim til Suður-Dakóta 1881 og til Utah 1882.
Kona hans var Pearl Patfield. Hann lést í Kaliforníu 1950.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Prestþjónustubækur.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • The Icelanders in Utah.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.