Lilja Árnadóttir (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristbjörg Lilja Árnadóttir húsfreyja og bóndi fæddist 21. mars 1914 á Sólheimum og lést 17. janúar 1985.
Foreldrar hennar voru Árni Sigfússon kaupmaður og Ingibjörg Kristjánsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Miðkoti í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, f. 27. desember 1891, d. 5. október 1970.

Lilja var með móður sinni í vinnumennsku hennar í Nýborg í lok árs 1914. Hún fluttist með henni að Auraseli í Fljótshlíð 1915 og síðar að Miðkoti í Fljótshlíð.
Þau Guðjón giftu sig 1940, voru bændur í Ásgarði í Hvolhreppi, en misstu húsið í bruna á fyrsta búskaparári sínu. Þau fluttust á Hvolsvöll 1942 og bjuggu allstóru búi þar. Guðjón hafði stundað bifreiðaakstur fyrir Mjólkurbú Flóamanna og Kaupfélagið á Hvolsvelli. Hann varð frystihússstjóri við nýbyggt kjötfrystihús Sláturfélags Suðurlands og Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli.
Þau Guðjón eignuðust fimm börn, en misstu eitt þeirra þriggja mánaða gamalt.
Lilja lést 1985 og Guðjón 1990.

I. Maður Lilju, (1940), var Guðjón Jónsson frá Torfastöðum í Fljótshlíð, bifreiðastjóri, bóndi, frystihússstjóri, f. 10. september 1914, d. 20. ágúst 1990.
Börn þeirra:
1. Jón Rúnar Guðjónsson sýslumaður, f. 1. desember 1940 í Miðkoti.
2. Ingi Ísfeld Guðjónsson deildarstjóri, f. 4. janúar 1943 á Hvolsvelli.
3. Stúlka, d. þriggja mánaða gömul.
4. Erna Hanna Guðjónsdóttir bankastarfsmaður, f. 6. október 1952.
5. Margrét Guðjónsdóttir lögfræðingur, fasteignasali, f. 30. október 1956.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bóel Ísleifsdóttir, munnl. heimild.
  • Google.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 1990. Minning Guðjóns Jónssonar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. IV. bók, bls. 115. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.