Kristjana Oddsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristjana Jóhanna Oddsdóttir frá Hellissandi í Neshreppi utan Ennis, húsfreyja fæddist 15. september 1907 á Þæfusteini í Neshreppi og lést 5. desember 1950.
Foreldrar hennar voru Oddur Kristján Jónsson bóndi, f. 10. ágúst 1879, d. 10. júlí 1916, og kona hans Jóhanna Elíasdóttir húsfreyja, f. 27. júní 1880, d. 26. júní 1956.

Kristjana var með foreldrum sínum í barnæsku, með þeim í Þæfusteini í Neshreppi utan Ennis, Snæf. 1910, hjá Aðalsteini móðurbróður sínum á Fagrahvoli í Neshreppi 1920.
Hún var verkakona með Karli á Vesturgötu 52a í Reykjavík 1930. Þau fluttust til Eyja, bjuggu í Baðhúsinu, Bárustíg 15 1934, eignuðust Hervöru þar á því ári og Gunnar Þór 1938.
Hjónin bjuggu á Hásteinsvegi 5 1940, misstu Gunnar Þór þar 1943.
Þau voru í Bifröst, Bárustíg 11 1945, eignuðust þar andvana stúlku 1946.
Á Fífilgötu 5 voru þau komin 1949.
Kristjana lést 1950. Karl fluttist í Garðabæ, dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði að síðustu. Hann lést 1998.

I. Maður Kristjönu var Karl Jóhannsson frá Brekku, verslunarmaður, sjómaður, matsveinn, f. 29. nóvember 1906, d. 4. febrúar 1998.
Börn þeirra:
1. Hervör Karlsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Garðabæ, f. 29. október 1934 í Baðhúsinu, d. 28. febrúar 2013.
2. Gunnar Þór Karlsson, f. 6. október 1938 í Baðhúsinu, d. 16. október 1943.
3. Andvana stúlka, f. 10. nóvember 1946 á Bifröst.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.