Kristinn Waagfjörð (Garðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristinn Waagfjörð.

Kristinn Waagfjörð bakari, múrarameistari í Mosfellsbæ, fæddist 27. nóvember 1949 í Reykjavík.
Foreldrar hans eru Jón Jónsson Waagfjörð (Garðhúsum) bakari, málari, f. 24. febrúar 1920, d. 17. september 2005, og kona hans Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð húsfreyja, kaupmaður, f. 13. febrúar 1926.

Barn Jóns Waagfjörðs fyrir hjónaband:
1. Már Viktor Jónsson bifvélavirki, f. 5. desember 1940. Kona hans var Þyrí Hólm, látin. Sambýliskona hans var Sonja Ólafsdóttir, látin.
Börn Jóns og Berthu:
2. Halldór Waagfjörð vélstjóri, vélvirkjameistari, útgerðarmaður, f. 2. maí 1947 í Reykjavík. Kona hans var Ásta Þorvaldsdóttir, látin.
3. Kristinn Waagfjörð bakari, múrarameistari í Mosfellsbæ, f. 27. nóvember 1949 í Reykjavík. Kona hans er Hjördís Sigmundsdóttir, og Önnu Hörleifsdóttur frá Skáholti.
4. Þorvaldur Waagfjörð sjómaður, f. 3. júní 1952, d. 16. september 1979 af slysförum. Kona hans, (skildu), var Sigríður Tómasdóttir.
5. Grímur Rúnar Waagfjörð rafvirki í Hafnarfirði, f. 9. apríl 1956. Kona hans er Helga Gunnarsdóttir.
6. Þorsteinn Waagfjörð vélstjóri, frystivélvirki í Garðabæ, rekur fyrirtækið Frystitækni ehf., f. 27. apríl 1962. Kona hans er Sigrún Snædal Logadóttir.
7. Rósa María Waagfjörð húsfreyja í Reykjavík, f. 29. nóvember 1966. Sambýlismaður hennar var Hreiðar H. Hreiðarsson. Sambýlismaður er Einar Ingason.

Kristinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam bakaraiðn og síðar múraraiðn, lauk sveinsprófi í múrverki í Reykjavík 1984.
Þau Hjördís giftu sig 1970, eignuðust fimm börn, bjuggu í Garðhúsum með Berthu Maríu 1972, síðar í Reykjavík og í Mosfellsbæ.

I. Kona Kristins, (17. október 1970), er Hjördís Sigmundsdóttir húsfreyja, f. 2. febrúar 1949 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Bertha María Waagfjörð Kristinsdóttir, f. 15. mars 1971 í Eyjum.
2. Þórir Kristinsson Waagfjörð, f. 7. október 1974 í Reykjavík.
3. Viktor Kristinsson Waagfjörð, f. 15. janúar 1982 í Reykjavík.
4. Telma Kristinsdóttir Waagfjörð, f. 28. júlí 1988 í Reykjavík.
5. Selma Kristinsdóttir Waagfjörð, f. 28. júlí 1988 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Múraratal og steinsmiða, 2. útgáfa, aukin. Þorsteinn Jónsson, Brynjólfur Ámundason. Þjóðsaga 1993.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.