Kristinn G. Wíum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Gíslason Wíum verslunarmaður fæddist 17. júní 1926 í Skálholti yngra og lést 13. janúar 1994.
Foreldrar hans voru voru Gísli Guðmundsson Wíum frá Mjóafirði eystra, kaupmaður, f. 22. maí 1901, d. 27. júní 1972, og barnsmóðir hans Þóra Gísladóttir í Drangey, ljósmóðir, f. 18. nóvember 1906, d. 31. ágúst 1982.

Börn Gísla Wíum og Guðfinnu konu hans og hálfsystkini Kristins voru:
1. Elísa Björg Gísladóttir Wíum húsfreyja í Garðabæ, myndlistarmaður, f. 12. febrúar 1931, d. 23. desember 2017.
2. Dóra Sif Gísladóttir Wíum húsfreyja í Reykjavík, verslunarstjóri, bankastarfsmaður, f. 20. mars 1934.

Kristinn var með móður sinni fyrstu ár sín.
Hann fluttist 10 ára gamall til föður síns og Guðfinnu konu hans og ólst þar upp.
Hann lauk gagnfræðaprófi 1943, nam við Samvinnuskólann.
Þau Marta bjuggu í fyrstu á Brú í Skerjafirði, en síðan í Kópavogi.
Kristinn rak rennilásaverksmiðju í Kópavogi og gerðist síðan skrifstofumaður.

I. Kona Kristins, (skildu), var Marta Sveinsdóttir húsfreyja, f. 25. október 1927, d. 9. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Sveinn Jóhannesson stýrimaður, húsasmíðameistari í Reykjavík, f. 14. nóvember 1888 á Breiðabólstað á Álftanesi, d. 12. ágúst 1950, og kona hans Kristrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1887 í Efri-Lág í Eyrarsveit, d. 11. desember 1942.
Börn þeirra:
1. Gísli Kristinsson Wíum vélstjóri, rak kæliþjónustu, f. 26. desember 1947. Kona hans er Kolbrún Aradóttir.
2. Hildur Wíum Kristinsdóttir húsfreyja á Breiðdalsvík, f. 13. maí 1951. Maður hennar, (skildu), var Hermann Kjartansson. Maður hennar er Sævar Björgvin Sigfússon.
3. Þór Wíum Kristinsson rafvirki, húsvörður, f. 1953. Kona hans er Hjördís Þóra Hermannsdóttir.
4. Sveinn Wíum Kristinsson verkamaður, f. 12. nóvember 1959.

II. Barnsmóðir Kristins er Ljótunn Indriðadóttir, f. 20. júlí 1938.
Barn þeirra:
5. Kristinn K. Wíum forstöðumaður Verifone, f. 22. ágúst 1972. Kona hans er Elsa Þóra Árnadóttir Schiöth.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.