Kristbjörg Gísladóttir (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristbjörg Gísladóttir húsfreyja á Seyðisfirði og Reykjavík fæddist 22. ágúst 1853 í Presthúsum og lést 27. janúar 1921 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson bóndi, lóðs og hreppstjóri í Presthúsum, f. 11. apríl 1803, d. 28. ágúst 1861 og síðari kona hans Guðrún Valtýsdóttir húsfreyja, f. 1806, d. 6. júní 1866.

Kristbjörg var með fjölskyldu sinni í Presthúsum 1855 og 1860, var 17 ára niðursetningur á Miðhúsum 1870, vinnukona á Ofanleiti 1880.
Hún var húsfreyja á Haraldsstöðum í Seyðisfirði 1890, gift Auðuni Arngrímssyni. Þau áttu þar 2 börn og hann eitt.
Kristbjörg veiktist af holdsveiki og dvaldi á Laugarnesspítala í Reykjavík síðan.
Auðun var til heimilis á Haraldsstöðum 1901. Hann og börnin fóru til Vesturheims.

Maður Kristbjargar, (8. júní 1886), var Auðun Arngrímsson þurrabúðarmaður á Haraldsstöðum í Vestdal í Seyðisfirði, f. 26. apríl 1860, d. 14. mars 1946 í Winnipeg. Hann fór til Vesturheims 1905. Foreldrar hans voru Arngrímur Arngrímsson bóndi í Holtum á Mýrum í A-Skaft., f. 9. desember 1830, d. 1901 í Vesturheimi, og kona hans Katrín Jónsdóttir húsfreyja, f. 22. nóvember 1822, d. 1. júlí 1890.
Börn þeirra hér:
1. Jónína Karen Auðunsdóttir, f. 1. nóvember 1885. Hún fór til Vesturheims 1903, giftist í Kanada.
2. Katrín Auðunsdóttir Johnson húsfreyja, f. 28. mars 1890. Hún fór til Vesturheims 1908, lést 1. júlí 1973. Maður hennar var George Johnson af írskum ættum.
3. Gísli Arngrímur Auðunsson, f. 27. janúar 1894, d. 21. maí 1961. Hann fór til Vesturheims 1901.
4. Guðrún Auðunsdóttir, f. 14. október 1896. Hún fór til Vesturheims 1906. Maður hennar Lyon, skildu.
Barn Auðuns og fósturbarn Kristbjargar:
5. Auðun Auðunsson, f. 22. maí 1878. Hann fór til Boston, varð skipstjóri á fiskiskipum og síðan á millilandaskipi í Englandssiglingum, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.