Kristín Jónsdóttir (Fagradal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Jónsdóttir frá Kárhólmum í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 18. ágúst 1870 og lést 24. mars 1961.
Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson frá Neðri-Dal í Mýrdal, bóndi, f. þar 5. september 1826, d. 11. nóvember 1895, og kona hans Kristín Árnadóttir frá Norður-Hvoli í Mýrdal, húsfreyja, f. 16. september 1830, d. 16. júní 1905.

Kristín var með foreldrum sínum í Kárhólmum til 1881, í Skarðshjáleigu 1882-1894. Hún var vinnukona í Sólheimahjáleigu 1894-1895, kom til Reykjavíkur 1997, var vinnukona þar 1902.
Kristín flutti til Eyja frá Reykjavík 1903, var á Múla og þar fæddist Kristín Jónína 1908.
Þau Þorsteinn giftu sig 1910, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Fagradal.
Þorsteinn lést 1956 og Kristín 1961.

I. Maður Kristínar, (26. nóvember 1910), var Þorsteinn Ólafsson frá Gerðum í V-Landeyjum, húsasmiður, f. 28. apríl 1875, d. 20. mars 1956
Barn þeirra:
1. Kristín Jónína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 7. maí 1908, d. 7. febrúar 1999.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.