Kristín Ingimundardóttir (Búrfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Ingimundardóttir húsfreyja í Syðra-Hólakoti u. Eyjafjöllum fæddist 13. nóvember 1868 í Klömbrum þar og lést 10. júní 1952 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Ingimundur bóndi í Klömbrum, f. 25. maí 1829, d. 16. apríl 1884, Sigurðsson bóndi í Langagerði í Stórólfshvolssókn 1840, f. 5. ágúst 1799, d. 8. apríl 1846, Snorrasonar og konu Sigurðar Snorrasonar, Valgerðar húsfreyju, f. 1. október 1801, d. 17. mars 1894, Bergsteinsdóttur.
Móðir Kristínar og kona Ingimundar bónda í Klömbrum var Sigríður húsfreyja, f. 9. ágúst 1833, d. 26. desember 1909, Jónsdóttir bónda í Miðbæli, f. 21. janúar 1787, d. 2. janúar 1871, Björnssonar, og konu Jóns í Miðbæli, Kristínar húsfreyju, f. 1797, Bjarnadóttur.
Bróðir Kristínar var Brandur faðir:
1. Guðrúar Brandsdóttur húsfreyju á Bessastöðum,
2. Sigríðar Brandsdóttur húsfreyju á Uppsölum,
3. Ketils Brandssonar netagerðarmanns á Bólstað,
4. Valtýs Brandssonar verkstjóra á Kirkjufelli, f. 3. júní 1901, d. 1. apríl 1976.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Uni giftu sig 1892, bjuggu í Syðra-Hólakoti 1910, í Hrútafellskoti 1920 og 1935. Uni lést 1936 og Kristín bjó ekkja með dætrum sínum í lok ársins. Hún var vinnukona á Hrútafelli 1938, var með Sigurlínu og Ólöfu dætrum sínum á Búrfelli við Hásteinsveg 12 1940, húskona þar 1945 og 1949.
Hún lést 1952.

I. Maður Kristínar, (18. október 1892), var Uni Unason bóndi, f. 16. febrúar 1865 á Syðri-Kvíhólma, d. 19. september 1936. Foreldrar hans voru Uni Runólfsson, síðar á Sandfelli, bóndi á Syðri-Kvíhólma og Eyvindarhólum, f. 25. mars 1833, d. 5. nóvember 1913, og kona hans Elín Skúladóttir frá Skeiðflöt í Mýrdal, húsfreyja, f. 28. mars 1836, d. 8. júní 1879.

Börn þeirra:
1. Sigurlína Unadóttir verkakona, f. 20. júlí 1891, d. 13. júlí 1963.
2. Ólöf Unadóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1901, d. 4. janúar 1980.
Fósturdóttir þeirra var
3. Vilborg Guðbjörg Karlotta Tómasdóttir, síðast í Reykjavík, f. 12. júlí 1912, d. 4. ágúst 1984.
Fóstursonur þeirra var
4. Ketill Brandsson bróðursonur Kristínar, síðar netagerðarmaður í Bólstað, f. 16. janúar 1896, d. 11. nóvember 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.