Kristín Guðmundsdóttir (Breiðholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Guðmundsdóttir vinnukona í Breiðholti, síðar húsfreyja í Reykjavík fæddist 4. mars 1893 á Bakka í A-Landeyjum og lést 23. júlí 1976.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Diðriksson bóndi, f. 8. nóvember 1839, drukknaði 25. mars 1893, og bústýra hans Kristín Jónsdóttir, síðar saumakona í Breiðholti og á Mosfelli, f. 24. september 1853, d. 4. júlí 1942.

I. Kristín móðir hennar fluttist til Eyja 1909 og bjó í Breiðholti og Mosfelli, síðar á Stórólfshvoli í Hvolhreppi.
Börn hennar í Eyjum auk Kristínar voru:
1. Jenný Guðmundsdóttir húsfreyja á Mosfelli, móðir Kristins Jónssonar, f. 26. maí 1899, d. 13. júní 1969. Maður hennar var Jón Guðmundsson.
2. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 10. ágúst 1891, d. 14. október 1916. Maður hennar var Arnfinnur Antoníusson.
Hálfbróðir Guðmundarbarnanna, samfeðra, var
3. Guðmundur Guðmundsson verkamaður í Hrísnesi, f. 26. ágúst 1867, d. 24. febrúar 1950. Hann var sonur Sigríðar Árnadóttur bónda í Rimakoti Pálssonar, en Sigríður var fyrri bústýra Guðmundar Diðrikssonar.

II. Föðursystkini Kristínar í Eyjum voru
1. Þórður Diðriksson mormóni, síðar múrsteinshleðslumaður og trúarleiðtogi í Spanish Fork í Utah, f. 25. mars 1828, d. 9. september 1894. Meðal kvenna hans var Helga Jónsdóttir.
2. Árni Diðriksson bóndi, hreppstjóri og formaður í Stakkagerði f. 18. júlí 1830, d. 28. júní 1903. Kona hans var Ásdís Jónsdóttir.
3. Guðmundur Diðriksson fósturbarn á Vesturhúsum, f. 23. febrúar 1834, d. 25. maí 1848.
4. Magnús vinnumaður í Stakkagerði og í Görðum, f. 1. apríl 1837, d. í mars 1863. Barnsmóðir hans var Þorgerður Gísladóttir.
5. Guðlaugur vinnumaður á Miðhúsum, f. 25. júní 1838, d. 14. febrúar 1860.
6. Hálfbróðir Diðriksbarnanna var Guðmundur Einarsson tómthúsmaður í Sjólyst, f. 31. október 1848, d. 23. ágúst 1882. Hann var sonur Einars Jónssonar og Sigríðar Árnadóttur húsfreyju á Hólmi í A-Landeyjum, móður Diðriksbarna, síðar í Stakkagerði.

Faðir Kristínar drukknaði, er hún var þriggja vikna gömul. Hún var í fóstri í Tjarnarkoti 1901.
Hún fluttist til Eyja, var fiskverkakona í Breiðholti 1910, en var til heimilis í Baldurshaga.
Kristín fór á Vífilsstaðahæli 1911, 17 ára.
Hún giftist Hallbirni 1915 og eignaðist eitt barn, sem lést á unglingsaldri.

Maður hennar, (14. maí 1915), var Hallbjörn Halldórsson prentsmiðustjóri, bæjarfulltrúi, ritstjóri, f. 3. júlí 1888 í Vilborgarkoti í Mosfellssveit, d. 31. maí 1959.
Barn þeirra var
1. Eiður Hallbjörnsson menntaskólanemi, f. 29. júlí 1915, d. 11. febrúar 1931.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á Íslandi. Svanur Jóhannesson, Ari Gíslason, Sverrie Marinósson. Bókbindarafélag Íslands, Hið íslenska prentarafélag, Grafíska sveinafélagið; 1976.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.