Kristín Þórðardóttir (Uppsölum)

From Heimaslóð
Jump to: navigation, search

Þórða Kristín Þórðardóttir frá Uppsölum, húsfreyja fæddist 17. september 1927 á Neðri-Uppsölum.
Foreldrar hennar voru Svanhvít Loftsdóttir húsfreyja, f. 1. september 1909, d. 18. febrúar 1988, og maður hennar Þórður Kristinn Einarsson sjómaður, f. 31. mars 1906, drukknaði 1. mars 1928.

Bróðir Kristínar var
Loftur Sigurður Þórðarson frá Uppsölum, f. 28. október 1928, d. 20. febrúar 1983.

Faðir Kristínar drukknaði, er hún var á 1. árinu. Hún var í fóstri hjá móðurforeldrum sínum á Uppsölum, var þar enn 1940, en farin þaðan 1945. Hún fluttist til Reykjavíkur og hefur búið þar síðan.

Maður Kristínar var Sigursteinn Guðbrandsson verkamaður, sjómaður, starfsmaður Strætisvagna Reykjavíkur, f. 4. júní 1929, d. 12. ágúst 2012. Börn þeirra:
1. Erna Sigríður Sigursteinsdóttir, f. 1. desember 1947.
2. Haraldur Sigursteinsson, f. 3. júní 1950.
3. Garðar Sigursteinsson, f. 3. apríl 1957.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.