Kristín Vigfúsdóttir (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja frá Hólshúsi fæddist 9. mars 1861 og lést 3. september 1889.
Foreldrar hennar voru Vigfús Magnússon sjómaður í Hólshúsi, f. 9. október 1815, d. 25. febrúar 1869 í Útilegunni miklu, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1828, d. 13. maí 1882.

Systkini Kristínar voru:
1 Sigurður Vigfússon, (Siggi Fúsa) á Fögruvöllum
2. Margrét Vigfúsdóttir vinnukona í Gerði.
3. Magnús Vigfússon í Presthúsum.
Föðursystir þeirra var
4. Sigríður Magnúsdóttir í Brekkuhúsi.
Móðursystur þeirra voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi.
2. Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876.
Þær voru hálfsystur, af sama föður
3. Þuríðar Sigurðardóttur húsfreyju á Löndum, síðar á Stokkseyri, f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910.

Kristín var 9 ára með ekkjunni og húskonunni móður sinni í Hólshúsi 1870, léttakind á Gjábakka 1878, vinnukona í Landlyst hjá Þorsteini Jónssyni héraðslækni og Matthildi Magnúsdóttur húsfreyju 1880 og 1881, og þar var Nikulás vinnumaður, voru bæði á Vilborgarstöðum 1882, í Frydendal 1883, skráð í Frydendal 1884, en sögð búa á Uppsölum, bústýra Nikulásar þar við fæðingu Ágústs 1885.
Kristín lést 1889.

Maður Kristínar, (4. desember 1887), var Nikulás Guðmundsson húsmaður í Uppsölum 1887.
Barn þeirra var
1. Ágúst Nikulásson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 21. ágúst 1885, d. 18. maí 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.