Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir (Stafholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir.

Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir frá Stafholti, húsfreyja fæddist 13. ágúst 1919 í Fagradal og lést 17. september 2011 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Gunnsteinn Eyjólfsson frá Mið-Grund u. Eyjafjöllum, sjómaður, verkamaður, f. 14. mars 1893, d. 27. mars 1972, og kona hans Gróa Þorleifsdóttir frá Miðhúsum í Hvolhreppi, húsfreyja, verkakona í Stafholti, f. 20. október 1896, d. 10. júlí 1991.

Börn Gunnsteins og Gróu voru:
1. Kristín Þóra Gunnsteinsdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1919, d. 17. september 2011.
2. Jóhann Sigurður Gunnsteinsson framkvæmdastjóri, stöðvarstjóri f. 4. febrúar 1925, d. 1. mars 2008.
Fóstursonur hjónanna, barn Sigurgeirs bróður Gróu er
3. Adólf Sigurgeirsson, f. 15. ágúst 1930.

Kristín var með foreldrum sínum í Stafholti í æsku og enn 1940.
Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Kristín og Magnús giftu sig 1941, hófu búskap á Fjölnisvegi 20 í sambýli við foreldra Magnúsar. Þau fluttu 1955 í Holtagerði 7 í Kópavogi, þar sem þau höfðu byggt sér hús. Þar bjuggu þau í 50 ár.
Magnús lést 2006.
Kristín Þóra dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést þar 2011.

Maður Kristínar Þóru, (8. nóvember 1941), var Sigurvin Magnús Magnússon framleiðslustjóri, f. 11. mars 1918, d. 8. janúar 2006.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson bóndi og sjómaður, f. 30. október 1884, d. 7. júlí 1945, og kona hans Sigrún Árnadóttir húsfreyja, f. 27. september 1890, d. 4. maí 1955.
Börn þeirra:
1. Geir Magnússon, f. 11. febrúar 1942.
2. Helgi Magnússon tannlæknir, f. 1. nóvember 1943. Kona hans Guðlaug Guðjónsdóttir.
3. Sigrún Magnúsdóttir, f. 17. febrúar 1951, d. 14. apríl 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.